Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Page 46

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Page 46
G u ð n i Th . J ó h a n n e s s o n 46 TMM 2011 · 1 heild“ efni úr minningabókum skáldsins eins og hann komst að orði í eftirmála, og vitna til þeirra í eitt skipti fyrir öll á sama stað.22 Þessum vinnubrögðum undu ættingjar og velunnarar skáldsins hins vegar ekki. Mál var höfðað og Hæstiréttur féllst í flestum atriðum á það sjónarmið að ævisagnaritarinn hefði gerst sekur um það sem stefnendur sökuðu hann um, „í fyrsta lagi, að nota texta skáldsins án aðgreiningar frá eigin texta, í öðru lagi að geta ekki heimilda, í þriðja lagi að geta heimilda með villandi og ófullnægjandi hætti, [og] í fjórða lagi að breyta frumtexta höfundar“.23 Til þess eru vítin að varast þau og í siðareglum sagnfræðinga er vikið sérstaklega að því að þeir skuli „ávallt vísa til heimilda þar sem það á við, með þeim hætti að lesandi geti á auðveldan hátt sannreynt heimildina“.24 Ekki eru allar línur þó skýrar í þessum efnum. Sumar staðreyndir mega teljast svo algild sannindi að ekki þurfi að vísa til heimildar og þar að auki eru þess mörg dæmi að virtir sagnfræðingar, sem enginn myndi væna um ritstuld eða brot á höfundarrétti, hafi samið undirstöðurit án tilvísana í heimildir.25 Við gerð ævisagna og annarra rita mega höfundar hiklaust vefa saman eigin ályktanir og upplýsingar úr ýmsum áttum án þess að vísa til heimilda. En má skálda? Ekki banna landslög það, svo mikið er víst. Í siða- reglum sagnfræðinga eru það hins vegar sögð „óvönduð og óheiðarleg vinnubrögð ef sagnfræðingar vísvitandi … búa til upplýsingar sem engar heimildir eru fyrir“.26 Í þeim anda hafa fræðimenn fundið að þeim stílbrögðum í ævisögum að sviðsetja atburði, slá einhverju föstu um hugarástand söguhetjunnar eða varpa fram tilgátum án þess að þær eigi sér beina stoð í fyrirliggjandi staðreyndum. Í sumum hinna vinsælu ævisagna sinna festir Guðjón Friðriksson til dæmis á blað eigin ímyndun um umhverfi, hljóð og tilfinningar. Þannig lætur hann Benedikt Sveins- son, föður Einars Benediktssonar, sjá dökka skýjabólstra á lofti á ferð sinni um Skagafjörð. Það dynur líka í svellum undan hesti Benedikts og um líkama hans fer hrollur, fögnuður eða heitur funi. Um þetta eru þó engar heimildir.27 Hér eru jafnframt tvö dæmi úr ritdómum í þessu tímariti: Árið 1990 skrifaði Már Jónsson sagnfræðingur um bók starfsfélaga síns, Þórunnar Valdimarsdóttur, um Snorra á Húsafelli. Már taldi ýmislegt í ritinu vel gert en vondar væru mýmargar setningar og lýsingar sem væru „hjákátlegar í sagnfræði“ þótt þær gætu „sagt mikið í skáldskap“. Ein slík væri þessi: „Undiralda er í vitundinni og gangan slær ólgunni takt.“ Að mati Más Jónssonar kæmi ekki til greina „í sagnfræðiriti“ að setning af þessu tagi „varpi ljósi á nokkurn hlut vegna þess að hún er helber
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.