Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Side 56

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Side 56
H a u k u r I n g va r s s o n 56 TMM 2011 · 1 Máls og menningar við Laugaveginn því ég vissi að það fengist þar – ég svitnaði þegar ég gekk fram hjá. Það er ekki hreinn og beinn masókismi að gefa út ljóð en það er mjög tengt því. Það er eins og að skora eigin veikleika á hólm að skrifa ljóð og vilja birta það.“ SAMBAND Við skvöldruðum okkur inn í mannhafið með tilheyrandi deyfð, og sýsluðum fátt. Góðu heilli er gleðin skammvinn; kastið á, og út skal halda og daufar eru lýsingar. Góðu heilli aðskilur okkur það sem hélt okkur saman: þessi kjarnaofn sem þú berð í brjósti þínu.1 Bókin sem Ófeigur hafði í smíðum á þessum árum kom aldrei út og að lokum fór svo að hann óx frá henni, glíman við bragarhættina gerði hann langeygan eftir einfaldleika og það verður að segjast eins og er að skólun í klassískum íslenskum bókmenntum er ekki það sem kemur fyrst upp í hugann þegar frumraun Ófeigs, Skál fyrir skammdeginu (Nykur 2001), er lesin. Vikið verður nánar að efnistökum bókarinnar hér á eftir en það vekur athygli að Ófeigur hefur bæði gefið út undir merkjum Nykurs og Nýhils en þessir hópar eru farnir að setja svip sinn á bókmenntasöguna.2 Þeir höfundar sem helst eru tengdir við Nýhil eru ögn yngri en Ófeigur og má þar nefna Kristínu Eiríksdóttur, Þórdísi Björnsdóttur, Eirík Örn Norðdahl og Hauk Má Helgason: „Ég leitaði til Andra Snæs þegar fór að hylla undir útgáfu fyrstu bókarinnar, ég var þá með stóran bunka af ljóðum sem ég vissi ekkert hvernig ætti að raða saman í bók. Það ferli tók alveg heilt ár og Andri Snær hjálpaði mér mjög mikið við að laga það sem betur mátti fara og uppröðunina. Hann kom eiginlega þessari bók út og fyrir það er ég honum ævinlega þakklátur. En svo 2003 fer þessi skáldaklíka sem kennd var við Nýhil að myndast og það sumar var mér boðið að fara hringferð um landið með þeim og lesa upp og ég var viðloðandi þann hóp alveg fram til ársins 2008 þegar ég aftengdi mig þeim.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.