Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Síða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Síða 57
„ Þa ð s e m d r í f u r m i g á f r a m e r u u p p g ö t va n i r …“ TMM 2011 · 1 57 Barflugan, horguðinn og sundlaugarbláir dagar Ljóðabækur Ófeigs eru nú orðnar sex að tölu en hægt er að para þær saman tvær og tvær og greina þannig þrjú ólík tímabil á höfundarferli hans. Í fyrsta flokknum eru bækurnar Skál fyrir skammdeginu (Nykur 2001) og Handlöngun (Nýhil 2003), þar kynnast lesendur ýmsum persónum á kunnuglegum sögusviðum eins og börum, svefnher- bergjum eða bílum. Ljóðmælandinn er gjarna kjaftfor náungi sem segir frá næturbrölti sínu, drykkjulátum og kvennafari milli þess sem hann veltir fyrir sér tilgangi lífsins og tilgangsleysi: „Þessar fyrstu tvær bækur eru í rauninni órökréttar, þær koma út í miðri umbreytingu eða ferli. Það er mjög gleðilegt að þessar bækur skuli hafa komið út einmitt þarna en þetta var viðkvæmt stig. Ég var í þrotlausri leit að einfaldleika, ekki upphöfnum heldur niðurdregnum í svaðið, hreinni angist, síðustu orðunum í eigin lífi. Ég leitaði eftir innri formum og lét hrynjandi og tilfinningu ráða og þarna stígur fram ljóðmælandi eða karakter sem var eins konar hliðarsjálf, þetta er ekki sá maður sem maður er dags daglega heldur þegar maður brýst yfir eigin mörk inn í bannhelgina; hliðar- sjálfið gefur manni færi á að fara í persónulega útlegð frá sjálfum sér og í þessu gegnumbroti felst nokkur ánægja.“ Í þessum fyrstu bókum er ýmislegt sem bendir til þess að ljóð- mælandinn sé harðákveðinn í að fara í hundana, hann er fjandsamlegur í garð samferðamanna sinna og oft er stutt í hroka og síðast en ekki síst vitnar hann í Nietzsche. Ljóðið „Undirbúningur“ gefur hugmynd um tóninn í bókinni: Þarf ég að útskýra óeirðir hjartans meðan lifrin er að gefa sig og heilinn aldrei virkað? Hvað varðar þig um það þótt ég grafi mína eigin gröf? Haltu bara áfram að blása á þér hárið og láttu mig um vinnuna.3 Ófeigur rak sig á það eftir að bókin kom út að fólk vorkenndi honum, spurði hann gjarna hvort lífið hjá honum væri ekki erfitt, þetta vekur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.