Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Page 83

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Page 83
N o k k r a r a t h u g a s e m d i r v i ð b ó k Þ ó r s W h i t e h e a d TMM 2011 · 1 83 hans. Einn ákafasti liðsmaðurinn var Hendrik J.S. Ottósson, þá 24 ára laganemi en síðar lengi fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu. Í bók sinni vitnar Þór Whitehead í frásögn Hendriks af atburðum næstu sólarhringa en þá frásögn er að finna í bók Hendriks Hvíta stríðið sem út var gefin 1962 (Hvíta stríðið bls. 50). Hann segir þar að þegar menn bjuggu sig undir annað áhlaup lögreglunnar á heimili Ólafs hafi unglingar utan úr bæ tekið að færa Ólafsmönnum „vopn, hnífa og byssur“ (Sovét-Ísland óskalandið, bls. 32) en allt slíkt hafi Ólafur látið senda burt í hús eitt á Vesturgötunni þar sem foreldrar Hendriks bjuggu. Þar var skrifað vandlega niður, hvað hver og einn átti af þessu svo hægt væri að skila því til réttra eigenda. Þegar lögreglan lét til skarar skríða skömmu síðar höfðu yfirvöld, að sögn Þórs, boðið út 400 manna liði til stuðnings lögreglunni og voru það einkum Pétur Ingimundarson slökkviliðsstjóri og Axel Tulinius, for- maður Skotfélags Reykjavíkur, sem sáu um að safna þeim hópi saman. Allur þessi fjölmenni hópur var búinn bareflum en auk þess voru 20 menn úr liðinu vopnaðir bæði byssum og skotfærum (Sovét-Ísland óska- landið, bls. 36 og 49), en hjá Ólafsmönnum, sem þarna mættu ofurefli, var ekki nokkur einasta byssa og engir hnífar komu við sögu þegar rússneski drengurinn var handtekinn og litlu síðar færður til skips en Ólafur fóstri hans og nokkrir manna Ólafs fluttir í handjárnum beint í tukthúsið við Skólavörðustíg (Sovét-Ísland óskalandið, bls. 11–58). Árið 1921 bjuggu aðeins um 18.000 manneskjur í Reykjavík eða varla einn tíundi hluti núverandi íbúafjölda á höfuðborgarsvæðinu. Í hvít- liðinu árið 1921 hafa því verið, miðað við núverandi íbúafjölda, sem svarar til 4000 manna og þar af 200 vopnaðir byssum og skotfærum, gegn fáeinum tugum óvopnaðra liðsmanna Ólafs sem reynt höfðu að verja drenginn á matrósafötunum. Að sögn Þórs voru margir hvít- liðanna verslunar- og skrifstofumenn, sumir úr skátahreyfingunni eða íþróttafélögum, og úr forystuliði Kristilegs félags ungra manna (Sovét- Ísland óskalandið, bls. 37). Furðulegt má það kallast að Þór Whitehead skuli telja átökin í Suðurgötu 1921 upphaf að vopnabúnaði og byssunotkun íslenskra kommúnista þegar hans eigin orð í umræddri bók sýna að Ólafur Frið- riksson hafði í öllum æsingnum vit á að banna öllum sínum mönnum að snerta á byssum og sendi allt sem að honum var borið af því tagi burt. (Sovét-Ísland óskalandið, bls. 32). Annað dæmi Þórs um vopnabúnað kommúnista er frá árinu 1924. Þór greinir frá því að á fundi í Félagi ungra kommúnista 31. ágúst á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.