Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Side 85

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Side 85
N o k k r a r a t h u g a s e m d i r v i ð b ó k Þ ó r s W h i t e h e a d TMM 2011 · 1 85 En einmitt vegna þess að hér var aldrei beitt skotvopnum í verkföllum eða öðrum stéttaátökum og aldrei borin slík vopn, nema þegar hvítliðar öxluðu byssurnar 1921 og svo af lögreglunni, – þá gegnir furðu að sjá í bók Þórs að árið 1925 skuli ríkisstjórn landsins hafa lagt til á Alþingi að stjórnvöldum yrði veitt heimild til að stofna varalögreglu og að „allir fullhraustir karlmenn á aldrinum 20–50 ára yrðu skyldugir til að hlýða kalli í hana“ (Sovét-Ísland óskalandið, bls. 65). Við liggur að þetta megi kalla herútboð. Frumvarpið var þó aldrei samþykkt en samkvæmt því átti hundrað manna kjarni úr varalögreglunni að fá gúmmíkylfur og einkennisbúninga. Þriðja dæmi Þórs um vopnabúnað íslenskra kommúnista er frá árinu 1931. Frá 10. júní á því ári hefur varðveist bréf sem íslenskir námsmenn í Moskvu rituðu miðstjórn Kommúnistaflokks Íslands sem stofnaður hafði verið liðlega hálfu ári fyrr. Í bréfinu greina námsmennirnir frá því að heiman frá Íslandi hafi þeim nýlega borist þær fréttir að innan flokksins hafi verið stofnuð „fraktion“ sem eigi að hafa það markmið að ala upp „hreina byltinga bardagamenn“ og þessi hópur ætli sér að starfa með leynd (Sovét-Ísland óskalandið, bls. 150–151). Skemmst er frá því að segja að í bréfi sínu til miðstjórnar Kommúnistaflokksins vara námsmennirnir við öllum slíkum hugmyndum og benda á að slík starfsemi geti stórskaðað flokk- inn. Í bréfinu tjá þeir miðstjórninni þá skoðun sína að vilji einhverjir flokksmenn æfa sig í íþróttum eigi þeir að ganga í eitthvert starfandi íþróttafélag og vilji einhverjir æfa sig í skotfimi geti þeir gengið í Skot- félag Reykjavíkur (Sovét-Ísland óskalandið, bls. 150–151). Whitehead kýs að láta fylgja umræddu bréfi þá skýringu sína að það hafi verið forystumenn Kommúnistaflokksins sem hugðust koma á fót hinni leynilegu bardagasveit en fyrir því hefur hann enga heimild og því fer fjarri að nokkra vísbendingu í þá átt sé að finna í bréfi námsmann- anna. Það eitt að þeir tala um „fraktion“, það er flokksbrot eða klíku, bendir eindregið til þess að þeir sem hugðust koma bardagasveitinni á fót hafi ekki starfað í umboði flokksstjórnarinnar en fyrirliðinn var Jafet E. Ottósson sem skömmu áður hafði flosnað upp frá námi í Moskvu (Sovét-Ísland óskalandið, bls. 150–151) og var ekki hátt skrif- aður hjá forystusveit Kommúnistaflokksins. Orðið fraktion í munni manna úr Kommúnistaflokknum sem ég þekkti merkti eingöngu flokksbrot, það er samtök tveggja eða fleiri manna sem tekið höfðu sig saman um að andæfa stefnu flokksforystunnar eða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.