Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Page 90

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Page 90
K j a r t a n Ó l a f s s o n 90 TMM 2011 · 1 hafi hann fengið sér skammbyssu fyrir hvatningu danska rafvirkjans sem áður var nefndur. Flestum virtist Brynjólfur alvörugefinn maður en hann átti engu að síður til margvíslega gamansemi sem hann greip stundum til. Að sögn Þorsteins var frásögn Brynjólfs á þá leið að hann hafi árið 1934 fengið sér byssu en sem betur fer aldrei skotið úr henni „því að líklegast hefði hann þá orðið sjálfum sér að bana“ (Sovét-Ísland óskalandið, bls. 326). Hér þarf að hafa í huga að ef svo kynni að vera að Þorsteinn, formaður Varnarliðs verkalýðsins, hafi á sínum tíma haft hug á að liðið fengi þjálfun í að skjóta í mark, eins og íslensku nazistarnir iðkuðu reglulega (um skotæfingar ísl. nazista, Sovét-Ísland óskalandið, bls. 218), þá hefur það verið Brynjólfur, flokksformaðurinn, sem bannaði þeim það því fyrir liggur að hjá varnarliðinu var aldrei snert á byssum (sjá hér bls. 89). Hvort saga Brynjólfs af byssueign sinni muni vera sönn, vitum við ekki en hún gæti verið það. Um hitt þarf ekki að efast að hafi Brynj- ólfur fengið sér skammbyssu árið 1934, þá hefur það ekki verið til að standa í fylkingarbrjósti með byssuna á lofti í byltingaráhlaupi íslenskra kommúnista á stjórnarráðið, áhlaupi sem Þór Whitehead telur að jafnan hafi verið yfirvofandi. Hins ber að minnast að árið 1934 gátu for- ystumenn íslenskra kommúnista hvenær sem var átt von á harkalegum árásum hakakrosssveitar íslenskra nazista sem hér arkaði um göturnar og boðaði ofbeldi á nótt sem degi. Líklegt er að einhverjir góðviljaðir menn hafi við þær aðstæður hvatt Brynjólf til að eignast byssu sér til varnar ef ráðist yrði á heimili hans. Sagan um skammbyssu Brynjólfs minnir á aðra sögu sem Sigurður A. Magnússon rithöfundur segir í einni af endurminningabókum sínum. Sigurður segir þar að hann hafi, er hann starfaði á Morgunblaðinu á árunum 1956–1967, eitt sinn setið að kvöldlagi í húsakynnum Sjálf- stæðisflokksins með Eyjólfi Konráði Jónssyni, síðar alþingismanni og ritstjóra Morgunblaðsins, og tveimur öðrum heimamönnum þar. Þetta kvöld sagði Eyjólfur Sigurði og öðrum viðstöddum að hann svæfi alltaf „með hlaðna skammbyssu undir koddanum“ til að verjast hugsanlegum árásum pólitískra fjandmanna sinna (Sjá Sigurður A. Magnússon: Undir dagstjörnu, 2000, bls. 31–32). Hafi Eyjólfur Konráð þurft á skammbyssu að halda sér til varnar árið 1957 þá má ætla að þörf Brynjólfs Bjarnasonar fyrir slíkt vopn hafi verið a.m.k. tífalt meiri árið 1934 þegar manndrápsalda hakakrossliða Hitlers var sem óðast að rísa, hér sem annars staðar. Athyglisvert er að Brynjólfur Bjarnason er eini maðurinn úr Komm- únista flokknum sem Þorsteinn Pétursson nefnir að hafi fengið sér byssu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.