Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Page 92

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Page 92
K j a r t a n Ó l a f s s o n 92 TMM 2011 · 1 tímanum undir öðru nafni en sínu eigin. Skýringuna á þessu kann að nokkru leyti vera að finna í leyndarhyggjunni sem fylgdi þjóðfélags- ástandinu í Sovétríkjunum en líka í því að meirihluti flokkanna sem voru í Komintern var bannaður í sínum heimalöndum og gátu því aðeins starfað þar sem neðanjarðarhreyfingar. Sigur kommúnista í októberbyltingunni í Rússlandi árið 1917 og sigrar þeirra yfir innrásarherjum Breta, Frakka og fleiri þjóða í borgarastyrjöldinni sem þar geisaði frá 1918 til 1921 vöktu stórkostlega hrifningu víða um heim. Sú hrifningaralda náði ekki síst til ungs fólks sem fengið hafði nasasjón af kenningum marxismans um sögulega nauðsyn valdatöku verkalýðsstéttarinnar. Þeir sem látið höfðu sann- færast af þessum kenningum trúðu á draumsýnina um framtíðarlandið, hið stéttlausa og réttláta þjóðfélag þar sem ógnum styrjalda og geigvæn- legum andstæðum auðs og örbirgðar hefði verið útrýmt með varan- legum hætti. Þeir sem fögnuðu sigri kommúnistanna í Rússlandi og litu vonaraug- um til Sovétríkjanna á þessum árum töldu þau vera fyrsta verkalýðsríkið í veraldarsögunni, brautryðjanda á leiðinni að sjálfu lokatakmarkinu, hinu stéttlausa mannfélagi sem kennifeður jafnaðarstefnunnar höfðu boðað. Menn vissu að Sovétríkin voru alræðisríki en allur sá djöfuldómur sem því fylgdi var skilgreindur sem fæðingarhríðar nýrra þjóðfélags- hátta, fórnarkostnaður sem yrði að færa meðan verið væri að ryðja brautina. Kenning Lenins um alræði öreiganna sem millibilsástand fyrst eftir byltinguna var öllum kunn. Menn vissu að í raun þýddi það alræði Komm ún ista flokksins. Þegar sjálft framtíðarlandið tæki síðan að rísa úr myrkri aldanna, ef til vill á dögum næstu kynslóðar, áttu þeir stjórnar- hættir hins vegar að hverfa úr sögunni eins og dögg fyrir sólu. Reyndin varð á annan veg og um 1930 var alræði eins flokks að breytast í alræði eins manns, stálmannsins frá Grúsíu. Flestir hinna ungu Íslendinga, sem fóru til náms í Moskvu um 1930 og á fjórða áratug síðustu aldar, undu dvölinni þar vel og héldu lengi tryggð við Sovétríkin eftir heimkomuna. Þá staðreynd getur enginn skilið sem ekki áttar sig á því að þetta var hugsjónafólk og í lífsskoðun þess var sterkur trúarlegur þáttur, trú á nánast „vísindaleg“ lögmál í sögulegri framvindu þjóðfélagsmála í fortíð, nútíð og framtíð. Kommúnistar þessara ára trúðu á sigurför alþýðu heimsins sem áður en langir tímar liðu hlyti að varpa oki auðstéttarinnar af herðum sér og byggja réttlátt þjóðfélag. Þeir litu svo á að nú væri komið að verkalýðnum að slíta af sér fátæktarfjötrana og varpa auðvaldsþjóðfélaginu með öllu sínu misrétti á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.