Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Qupperneq 94

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Qupperneq 94
K j a r t a n Ó l a f s s o n 94 TMM 2011 · 1 Öllum var ljóst að undir stjórn Stalins voru Sovétríkin alræðisríki þar sem valdið hvíldi á þremur meginstoðum, Kommúnistaflokknum, lögreglunni og Rauða hernum. Árið 1930 var reyndar aðeins liðinn tæpur áratugur frá því að borgarastyrjöldinni lauk og Rauði herinn náði að brjóta herdeildir hvítliðanna á bak aftur og reka hinn erlenda inn- rásarher úr landi. Merki um hernaðardýrkun sáust því hvarvetna þegar komið var til Sovétríkjanna. Fyrir ungu Íslendingana, sem fóru til náms í Moskvu á árunum um og upp úr 1930, hljóta umskiptin að hafa verið eins og að koma í annan heim. Ugglaust hefur eitt og annað komið þeim á óvart, enda þótt mörg þeirra væru fyrir brottförina að heiman allvel að sér í fræðunum og kynnu skil á kenningunni um sögulega nauðsyn á tímabundnu alræði öreiganna. Öll trúðu þau á lokatakmark kommúnismans, hið stéttlausa framtíðarland handan við brim og boða fæðingarhríðanna. Þessi íslensku ungmenni vissu að Sovétríkin voru umkringd auðvalds- ríkjum á alla vegu og frá 1932 var ljóst að búast mátti við valdatöku Hitlers í Þýskalandi og árásarstyrjöld þaðan. Að Rússland væri fyrsta og eina ríki verkalýðsins á heimskringlunni efuðu þau ekki og bundu vonir sínar því til varnar við Rauða herinn og hinn styrka Stalin. Þannig var þeirra hugarheimur. Sum okkar sem nú lifum án trúar kynnu að dæma þau hart en muna ber að þau þekktu ekki framhald sögunnar, vissu ekki það sem við höfum lengi vitað. Við ættum því máske ekki að hreykja okkur hátt en minnast þess að fólkið á jörðinni hefur löngum átt sér undarlega drauma um annað og betra mannlegt samfélag, ýmist þessa heims eða annars. Slíkir draumar geta reynst hættulegir en skyldum við jarðlýsnar ekki hafa tapað nokkru þegar við stugguðum frá okkur draumnum? Í bók sinni reynir Þór Whitehead að leiða líkur að því að íslensku náms- mennirnir í Moskvu hafi verið þjálfaðir í ólöglegri neðanjarðarstarfsemi, hernaði og mannvígum (Sovét-Ísland óskalandið, bls. 90– 102). Sjálfur lætur hann þess reyndar getið að af 65 flokkum í Komintern, Alþjóða- sambandi kommúnista, hafi 40 verið bannaðir í sínum heimalöndum og því ekki átt annars kost en starfa neðanjarðar (Sovét-Ísland óska- landið, bls. 122). Í flestum þeirra ríkja sem bannað höfðu starfsemi við- komandi kommúnistaflokks sátu alræðisstjórnir við völd eða stjórnir sem héldu góðu sambandi við Þýskaland eftir valdatöku Hitlers í janúar 1933. Engan þarf að undra að í skólum sem reknir voru af Komintern og ungmenni frá bönnuðum flokkum voru stór hluti nemenda hafi þjálfun í leynilegri starfsemi verið á námsskránni. Tvímælalaust er líka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.