Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Page 99

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Page 99
TMM 2011 · 1 99 Tómas R. Einarsson Andinn og valdið – Um Heberto Padilla Burt úr leiknum1 eftir Heberto Padilla er trúlega kunnasta ljóðabókin eftir kúbanskt skáld á síðari hluta tuttugustu aldar. Handritið að bókinni fékk fyrstu verðlaun í samkeppni kúbanska rithöfundasam- bandsins (UNEAC) árið 1968 og kom bókin út sama ár. Stjórn rithöf- undasambandsins reyndi að fá dómnefndina til að skipta um skoðun en það bar ekki árangur. Í bókinni var hins vegar formáli frá rithöfunda- sambandinu þar sem því er lýst yfir að bókin sé fjandsamleg byltingunni og höfundurinn trójuhestur heimsvaldasinna í árásarstríði þeirra gegn henni. Útgáfu bókarinnar sagði stjórnin vera til vitnis um virðingu fyrir tjáningarfrelsinu, en bætti reyndar við að þótt hún hefði leyft útgáfu bóka sem boðuðu skoðanir sem væru fjarri eða fjandsamlegar takmarki byltingarinnar, mætti gera ráð fyrir að slíkum skoðunum yrði smám saman „sópað burtu af hinni efnahagslegu og þjóðfélagslegu þróun sem síðan endurspeglaðist í yfirbyggingunni.“ Virðingin fyrir tjáningarfrelsinu dvínaði mjög hratt eftir 1968 og 20. mars 1971 var umrætt ljóðskáld, Heberto Padilla, fangelsaður og síðan yfirheyrður og barinn til skiptis. „Meðferðin“ stóð í rúmar fimm vikur og að henni lokinni var haldinn fundur hjá kúbanska rithöfundasam- bandinu og þar gerði Heberto Padilla sjálfsgagnrýni, tætti í sundur fyrri viðhorf og kveðskap í 25 blaðsíðna erindi sem hann hafði samið í sam- vinnu við starfsmenn öryggislögreglunnar. Að lokinni yfirbót hans kom röð af öðrum skáldum sem gerðu harða hríð að sínu fyrra sjálfi og lofuðu bót og betrun. Þessi skrípaleikur hefur síðan gengið undir nafninu Padilla-málið. Játningar af þessu tagi voru vinsælar í kommúnistaríkjum Austur-Evrópu og voru ein aðferð valdsins til að kúga þá óþekku til hlýðni og niðurlægingin sem í þeim fólst átti að tryggja að óþekktin tæki sig ekki upp aftur. Meðan á fangelsisdvöl Hebertos Padilla stóð skrifuðu bæði mexíkanski Pen-klúbburinn og fjölmennur hópur evrópskra og suður-amerískra rithöfunda og menntamanna, sem höfðu áður tekið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.