Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Síða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Síða 100
Tó m a s R . E i n a r s s o n 100 TMM 2011 · 1 afstöðu með byltingunni, mótmælabréf til Fidels Kastró. Eftir játninguna dreifðu kúbönsk stjórnvöld maraþonsjálfsgagnrýni Hebertos Padilla og sendu þar að auki sumum andmælendunum kvikmyndaupptöku af ræðuhöldunum, væntanlega í þeirri von að sannfæra þá um að allt væri í himnalagi, þótt hræsnin væri himinhrópandi. Þann 20. maí 1971 birtist annað mótmælaskjal, að þessu sinni undirritað af sextíu einstaklingum, þar á meðal mörgum þekktustu rithöfundum Evrópu og Rómönsku Ameríku. Þar var vitnað til alræmdra réttarhalda í Austur-Evrópu og lýst vonbrigðum með að kúbönsk yfirvöld tækju mannhatur þeirra og hrottaskap sér til fyrirmyndar. Afleiðingar Padilla-málsins urðu því þær að mjög dró úr stuðningi erlendra menntamanna við kúbönsku byltinguna. Þótt kveðskapur Hebertos Padilla væri kunnur ýmsum utan Kúbu var hann fjarri því að vera víðfrægt skáld, samanborið t.d. við José Lezama Lima2 eða Nicolás Guillén, forseta kúbanska rithöfundasam- bandsins á þessum tíma3. Burt úr leiknum hlaut hins vegar mikla frægð. Mestan heiður af þeirri frægð áttu þau stjórnvöld sem hötuðust mest við bókina, skáldið sjálft lagði hins vegar út fyrir andlegum og líkamlegum kostnaði. Hver var maðurinn? Heberto Padilla (1932–2000) fæddist í Puerta de Golpe í héraðinu Pinar del Río á vesturhluta Kúbu. Skáldskapurinn varð honum snemma hug- leikinn og fyrsta ljóðabók hans, Las rosas audaces (Hugrökku rósirnar), kom út 1948 – þá var hann sextán ára. Hann hélt til Havana og vann fyrir sér með ritstörfum. Árið 1951 lenti hann á löngu kosninga- ferðalagi með kunningjum sínum sem þá voru í framboði, einn þeirra var Fidel Kastró og var það upphaf þeirra kynna. Hann dvaldi í Banda- ríkjunum á síðari hluta sjötta áratugarins, kenndi og þýddi m.a. ljóð franska skáldsins St.-John Perse yfir á spænsku. Eftir sigur kúbönsku byltingarinnar var hann ráðinn á skrifstofu fréttastofunnar Prensa Latina í New York og heimkominn til Kúbu sama ár, 1959, vann hann við dagblað byltingarinnar, Revolución og menningarblað þess, Lunes de Revolución. Í framhaldi af því varð hann fréttaritari í Lundúnum og vann síðar í Moskvu, við spænska útgáfu Frétta frá Sovétríkjunum. Hann kom aftur til Kúbu og þá réð Che Guevara hann sem yfirmann fyrirtækis sem flutti inn bækur og fleira sem tengdist menningu, CUBARTIMPORT. Innflutningur var ekki síst frá Austur-Evrópu og í framhaldinu bjó hann um tíma í Prag. Hann varð ekki sérlega hrifinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.