Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Page 113

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Page 113
Á r H a l l d ó r s o g Vi l h j á l m s TMM 2011 · 1 113 Ár Halldórs Laxness Í febrúar var komið að Gerplu, einni af „stórsýningum“ ársins á stóra sviði Þjóðleikhússins. Sagan hefur ekki verið sett á svið áður og var þessi frumleikgerð unnin af Ólafi Agli Egilssyni og Baltasar Kormák og Baltasar stýrði sýningunni. Þó að Gerpla sé djúprætt og táknrænt skáldverk hefur það líka þá einföldu og sammannlegu yfirborðsmynd sem höfðar til allra, söguna af tveim strákum sem verða rosalega góðir vinir þó að þeir séu eins ólíkir og verða má. Þormóður Kolbrúnarskáld þessi mjúki maður en Þorgeir Hávarsson fauti. Of seint áttar Þormóður sig á því að hann hefur verið hafður að fífli; Þorgeir átti ekki skilið vináttu hans og tryggð – ekki frekar en Ólafur kóngur digri tryggð fóstbræðranna beggja og aðdáun. Sagan er löng og fer víða, meðal annars í víking með Þorgeiri og Ólafi konungi, en höfundar leikgerðar tóku þá skynsamlegu ákvörðun að fylgja Þormóði sem hélt sig heima á Íslandi eftir að þeir Þorgeir skilja að skiptum, uns hann yfirgefur börn og bú og fer utan til að hefna fóstbróður síns. Björn Thors lék Þormóð og náði einstöku sambandi við þennan skáldmælta og kvensama væskil sem öllu fórnar, ást sinni, heimili, heilsu og hári, fyrir tálsýn. Jóhannes Haukur Jóhannesson fór líka vel með hlutverk Þorgeirs og leikhópurinn var raunar allur frábær. Höfundar fóru þá óvenjulegu leið að verkinu að halda fornlegum stíl sögunnar á samtölum og frásögn sögumanns en brjóta hátíðleika orðfærisins stöðugt upp með hugmyndaríkum brögðum, einstaklega hugkvæmum sviðsbúnaði Grétars Reynissonar og stílfærðum leik. Þarna á milli orða og æðis myndaðist skemmtileg tvíræðni sem er alveg í samræmi við stílfærslu Halldórs sjálfs í sögunni. Leiðin sem farin var á sviðinu var að láta eins og leikhópur – kannski í skóla eða félags- heimili – hygðist segja þessa sögu og leikgera hluta hennar um leið. Allir voru eins klæddir í þrönga svarta samfellu og svartar sokkabuxur og minnti hópurinn mest á glímukappa til að sjá. Búningurinn, snilldarlausn Helgu I. Stefánsdóttur, tók vel við viðbótum af ýmsu tagi, sjölum, skikkjum eða svuntum, sem er hentugt þegar fólk er sífellt að skipta um hlutverk. Hópurinn lagði áherslu á fyndni frásagnarinnar og atburðanna, og vegna þess hvað maður hló innilega hitti harmurinn ennþá sárar í lokin. Gerpla hefur notið mikillar hylli áhorfenda, verið boðið á leik- listarhátíð til Noregs og var valin ein besta leiksýning ársins af gagn- rýnendum Morgunblaðsins. Því er einkennilegt að hugsa til þess hvað hún fékk sumpart kaldar kveðjur í upphafi. Dómur Jóns Viðars í DV hét
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.