Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Síða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Síða 121
Á r H a l l d ó r s o g Vi l h j á l m s TMM 2011 · 1 121 ólfsdóttur undurfallegri í aðalhlutverkinu. Búningar og gervi Maríu Ólafsdóttur voru minnilega vel heppnuð. Sverrir Þór Sverrisson, Algjör Sveppi, lék Dag í lífi stráks eftir Gísla Rúnar Jónsson í Íslensku óperunni við mikinn fögnuð, og í Kúlu Þjóðleikhússins hleypti Fíasól Kristínar Helgu Gunnarsdóttur gestum inn til sín í hosíló við ennþá meiri fögnuð ungra leikhússgesta. Ég sá því miður ekki Gilitrutt í Brúðuheimum, Borgarnesi, þar sem brúðumeistarinn Bernd Ogrodnik vinnur með gamla ævintýrið um lötu húsmóðurina og duglegu tröllkonuna og hefur bæði fengið mikið lof og góða aðsókn. Í júní var Gríman fyrir leikárið 2009 – 2010 afhent að venju en óvenju- legt var að tvær gagnrýnar greinar birtust um hana í dagblöðum. Í Sunnu dagsblað Morgunblaðsins 27.6. skrifaði Sveinn Einarsson leik stjóri greinina „Að aflokinni Grímu“ og var bæði ánægður og óánægður með niðurstöðu dómnefnda. Honum líkaði ekki hvað pólitísku sýningarnar fengu litla athygli, Góðir Íslendingar, Eilíf óhamingja og Ufsagrýlur, og var steinhissa á því að Faust skyldi engin verðlaun hljóta. En hann var sáttur við að leikstjóraverðlaunin féllu Hilmi Snæ Guðnasyni í skaut fyrir Fjölskylduna (frumsýnd 2009) þó að ekki væri hann hrifinn af leikritinu. Í DV 16.6. skrifaði Símon Birgisson leikstjóri og leikskáld greinina „Gríman: Það sem ekki má tala um“. Hann er verulega óánægður með þau markmið sem Gríman setur sér, „að standa fyrir klassískri verð- launahátíð þar sem sigurvegarar hvers verðlaunaflokks eru hylltir af starfsfélögunum og kynntir almenningi með stuðningi fjölmiðla“. Honum finnst áherslan of mikil á glysið og skemmtigildið en of lítil á vitsmunalega umræðu „um íslenska leiklist – gæði hennar, stöðu og stefnu“. Ber hann Grímuna saman við leiklistarhátíðina Theatertreffen í Þýskalandi, hinni síðarnefndu mjög í vil. Ástæða er til að taka undir með Símoni þegar hann bendir á hvernig verðlaunaveitingin er sett upp eins og kapphlaup: „Mesta plássið í fjöl- miðlum fékk sú staðreynd að Borgarleikhúsið hefði unnið einhvers konar keppni við Þjóðleikhúsið um fjölda tilnefninga.“ Nær hefði verið að nota tilnefningarnar sem undirstöðu undir gagnrýna umræðu um leikhúsið og störf dómnefnda. Þar finnst honum sums staðar pottur brotinn; til dæmis sé einkennilegt að Baltasar Kormákur skuli vera til- nefndur sem leikstjóri ársins fyrir Gerplu – þó að sýningin hafi ekki hlotið eina einustu tilnefningu í öðrum flokkum. Ef leikstjórnin var svo glæsileg hefði það átt að skila sér í tilnefningu sem sýning ársins eða til leikara í aðal- eða aukahlutverkum. (Það er svolítið eins og dómnefndin hafi skammast sín fyrir að tilnefna engan þátt Gerplu nú þegar leikstjóri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.