Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Síða 125

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Síða 125
Á d r e p u r TMM 2011 · 1 125 of varlega farið. Upplýsingar aukast og þekking vex en að sama skapi verður erfiðara að greina staðreyndir frá staðhæfingum og sjá muninn á sannleikan- um og öllum sannleikanum. Eftir því sem fleiri verða mér sammála því líklegra er að ég hætti að spyrja mikilvægra spurninga. Hin almæltu sannindi leggja drögin að dómgreindarbresti og þegar ég elti hjörðina veit ég ekki hvert ég er að fara“ (bls. 56). Hjarðhegðun er vissulega hluti af eignaverðsbólum og gerir þær öfgakennd- ari en ella, en hjarðhegðun tefur einnig fyrir því að hagkerfið rétti úr kútnum eftir að bólan er sprungin og úrtölufólkið leiðir hjörðina. Það er vissulega eðlilegt að fólk verði varkárara en ella eftir að hafa horft uppá vanmat á áhættu leiða til alvarlegrar fjármálakreppu, en ofmat á áhættu er ekki síður vandamál en vanmat. Það er hægt að fara of varlega. Ofmat á áhættu leiðir til þess að þeir sem eiga peninga vilja helst geyma þá í öruggu skjóli á ríkistryggðum inn- stæðureikningum og bankarnir hika við að lána þessa peninga út til fyrirtækja og heimila. Þetta er vandamál hér á landi þessa dagana og einnig erlendis. Áhætta fylgir öllum ákvörðunum í efnahagsmálum og reyndar fleiri málum. Það er hægt að draga úr áhættu með því að skoða málin betur eða með því að dreifa áhættunni, en það verður alltaf einhver áhætta fyrir hendi. Í grein Ásgeirs eru hagfræði og hagfræðingar nokkuð einsleit fyrirbæri og eru flestir þeirra afgreiddir sem grunnhyggnir vegna þess að þeir telji að þekk- ing og skynsemi skipti máli fyrir gang efnahagslífsins og til að skýra mannlega hegðun. Undantekning er þó gerð varðandi hagfræðinginn Paul Krugman sem er látinn halda því fram, með orðum þess glögga manns, Guðmundar Jóns- sonar, prófessors í sagnfræði, „að alvarlegustu brestir hagfræðinnar … (voru) oftrú á kenningum sem eru í litlum tengslum við raunveruleikann; fallegum stærðfræðilíkönum sem ganga út frá forsendum sem eiga oft enga samsvörun í veruleikanum; mannskilningi sem gerir ráð fyrir að við séum fyrst og fremst skynsöm, rökvís og upplýst hagmenni.“1 yfirlýsingar Krugmans í þessa veru hafa valdið hagfræðingum nokkrum höfuðverk vegna þess að í líkönum sínum gerir Krugman ávallt ráð fyrir að einstaklingar séu skynsöm, rökvís og upplýst hagmenni. Krugman hefur einnig lagt ríka áherslu á nauðsyn þess að hagfræðikenningar séu einfaldar og að hægt sé að setja þær fram á tungumáli stærðfræðinnar. Spár með einföldum líkönum þar sem litið er framhjá fjölmörgum atriðum sem einhverju máli skipta varðandi útkomuna eru auðvitað háðar óvissu, en vandamálið er að til- raunir til að taka mjög mörg atriði með hefur ekki leitt til þess að spárnar batni eins og Christopher Sims sýndi fram á fyrir 30 árum. Oft eykur það ekki heldur skilning manna á því sem verið er að rannsaka. Það skiptir máli að hafa með þau atriði sem mestu skipta til að skýra tiltekið atriði í þróun efnahags- lífsins en hugmyndir um að við náum einhvern tímann að höndla allan sann- leikann um framvindu efnahagsmálanna eru, því miður, fullkomlega óraun- sæjar og munu líklega geta valdið efnahagshruni einar og sér ef þeim er trúað. Sumir halda því fram að oftrú á getu hagfræði og hagstjórnar hafi verið ein af forsendum hrunsins 2008. Sennilega er nokkuð til í því.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.