Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Page 129

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Page 129
Á d r e p u r TMM 2011 · 1 129 Það er bara eins og gengur. Eitt sinn var ég í brúarvinnu og þar var maður sem sagði sögur af slíkri snilld að allir lögðu niður vinnu á meðan og verkstjórinn líka. Samt voru þarna saman komnir duglegir og vinnusamir verkamenn og samviskusamur verkstjóri. Verkið var líka klárað mánuði á undan áætlun og það var örugglega sögunum að þakka. (3) Íslendingar eru líka góðir í því sem kalla mætti samstöðusamræður. Þetta er það sem iðkað er í heitum pottum og víðar þar sem menn koma saman til að ræða þau mál sem brenna á þjóðinni. Þá hittast nokkrir einstaklingar sem eru nokkurn veginn sammála um eitthvað og setja fram sjónarmið sín á víxl, gjarnan í gagnkvæmu viðurkenningar- og hvatningarskyni og klappa hver öðrum hvetjandi á bakið. Þeir sem taka þátt í samræðunni geta færst frá óljósri og hikandi niðurstöðu að nokkuð skýrri en umfram allt ákveðinni niðurstöðu. Samræða af þessu tagi hefur þann kost að þeim sem taka þátt í henni líður gjarnan vel og þeir fyllast öryggistilfinningu. Lykilatriði hér er að þau viðbrögð sem maður fær við því sem maður segir eru fyrst og fremst viðurkenning. Og viðurkenning er mikilvæg í mannlegum samskiptum – og í lífi manns yfir- leitt. (4) Íslensk umræðuhefð á vettvangi stjórnmálanna er kappræða. Þetta er eldforn hefð sem einkennist af því að gagnstæð sjónarmið eru sett fram af mælsku og þrótti, áhorfendur hrífast með og sá er sigurvegari sem tekst að stela senunni. Íslenska orðið yfir þessa umræðuhefð, ‘kappræða’, er afar viðeigandi því samræða sem fellur í þetta mót er einhvers konar keppni. Hér keppa menn, ef svo má segja, um að eiga síðasta orðið, rétt eins og hlauparar keppa að því að komast fyrstir í mark. Í seinni tíð hefur íslenskri kappræðu ef til vill hnignað vegna þeirrar lensku að snúa út úr og gjamma sífellt fram í en þó leika menn þennan leik stöku sinnum vel og þá er gaman að fylgjast með. Þegar íslensk samræðumenning er gagnrýnd fyrir að vera ómálefnaleg og innantóm, er spjótunum gjarnan beint að fjölmiðlum sem ekki standi sig. En er þá ekki verið að hengja bakara fyrir smið – eða sögumann fyrir heimspek- ing? Ríkisútvarpið leggur nokkra rækt við samræðuhefð (2) og (4), þ.e. sagna- hefðina og kappræðuna. Í útvarpinu hafa frá fornu fari heyrst ýmsir viðtals- og frásagnarþættir, t.d. Kvöldgestir Jónasar Jónassonar og Andrarímur Guð- mundar Andra Thorssonar. Sagnahefðin á sér raunar einnig langa sögu í sjón- varpi þar sem hún hefur tekið á sig ólíkar myndir. Stiklur Ómars Ragnars- sonar, þar sem hann fór um landið og sagði skemmtilegar og fróðlegar sögur um landið og fólkið sem þar býr, eru gott dæmi um rækt við sagnahefðina. Svipað má segja um ýmsa viðtalsþætti sem teknir eru upp í sjónvarpssal; þangað kemur fólk til að segja sína sögu eða annarra. Kappræðan skipar einnig vísan sess í sjónvarpi. Kastljósið hefur gert hana að aðalefni og sjónvarp í aðdraganda kosninga notar hana sem meginmót þeirrar samræðu sem fram fer. Af þessu má sjá að íslenskt útvarp og sjónvarp styður að sínu leyti vel við íslenska samræðuhefð eins og hún er í raun.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.