Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Qupperneq 135

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Qupperneq 135
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2011 · 1 135 hann féll frá árið 1998, nánast jafngamall öldinni sem menn vildu líka gera upp og var ekki síst mótuð af honum, hér á landi. Út komu tvær stórar ævisögur Laxness eftir Halldór Guðmundsson og Hannes Hólmstein Gissurarson og einnig er vert að minnast á skáldsöguna Höfundur Íslands eftir Hallgrím Helgason í þessu samhengi. Þessar bækur leiddu af sér blaðaskrif og hatramm- ar deilur um skoðanir og siðferði skáldsins sem og höfundargildi og stöðu þess í íslensku menningarlífi. Hin breiða epíska skáldsaga Hallgríms, þar sem tekin er viðspyrna í Sjálfstæðu fólki, er á sinn hátt merkilegt uppgjör við Laxness þótt það sé af allt öðrum toga en það sem fólgið er í ævisagnaritun hinna tveggja gagnólíku fræðimanna sem rituðu ævisögur skáldsins. Áhugavert verður að fylgjast með hvort fleiri íslenskir höfundar eigi eftir fylgja fordæmi Hallgríms og gera sér mat úr höfundarverki Laxness nú á tímum hinnar póstmódernísku endurvinnslu. Að lokum má geta útgáfu tveggja bóka Ólafs Ragnarssonar bókaútgefanda sem byggðar eru á samtölum hans við Laxness; Halldór Lax- ness, líf í skáldskap (2002) og Til fundar við skáldið Halldór Laxness (2007) en í þeim er dregin upp mynd af skáldinu sem er meira í ætt við upphafningu en uppgjör. Andlitsdrættir samtíðarinnar Það var spennandi að fá í hendur bók Hauks Ingvarssonar, Andlitsdrættir sam- tíðarinnar. Síðustu skáldsögur Halldórs Laxness, því hér er um að ræða fyrstu útgefnu rannsóknina sem varðar skáldverk Laxness eftir einstakling sem telst til yngstu kynslóðar íslenskra bókmenntafræðinga. Sú spurning hlýtur að vakna hvort ný kynslóð fræðimanna komi fram með frjóar hugmyndir og nýja sýn á höfundarverk Laxness. Strax er ljóst að nýjung er fólgin í viðfangsefni Hauks því hann beinir sjónum að bókum Laxness sem tiltölulega litla fræðilega umfjöllun hafa fengið hingað til, a.m.k. út frá þeim sjónarhóli sem Haukur velur en hann lítur á þessi verk sem tilraunaverk þar sem Laxness vinnur markvisst að endurnýjun skáldsagnaformsins. Rannsókn Hauks beinist aðal- lega að þremur skáldsögum: Kristnihaldi undir Jökli (1968), Innansveitar- kroniku (1970) og Guðsgjafarþulu (1972) svo og að greinasafninu Skáldatíma (1963). Nokkrar greinar hafa verið ritaðar um skáldsögurnar, flestar um Kristnihald undir Jökli sem fræðimenn af ólíkum sviðum hafa rýnt í út frá mis- munandi sjónarhornum.1 Um Innansveitarkronika og Guðsgjafarþulu hafa færri fræðimenn ritað2 og tilhneiging hefur verið að tengja þær bækur fremur við endurminningarit Laxness en skáldsögur hans, eins og Haukur ræðir. Hann bendir meðal annars á að „hinn ævisögulegi lestur á Guðsgjafarþulu [hafi] átt stærstan þátt í því að litið er fram hjá henni þegar fjallað er um skáldsögur Halldórs Laxness“ (74). Rit Hauks skiptist í þrjá meginhluta auk formála og lokaorða. Einnig er hér að finna viðauka sem er endurbirting á grein hans „Sækjum gull í Gljúfrastein“ sem birtist áður í Tímariti Máls og menningar (4. hefti 2002). Þar er fjallað um mótmæli danskra stúdenta gegn því að Halldór Laxness tæki við Sonning
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.