Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Page 141

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2011, Page 141
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2011 · 1 141 Guðbjörn Sigurmundsson Skyggnst undir yfirborðið Guðbergur Bergsson: Missir. Stuttsaga. JPV útgáfa, Reykjavík. 2010. Nýjasta skáldsaga Guðbergs Bergssonar Missir, fjallar um gamlan mann sem liggur í rúmi sínu milli svefns og vöku. Hann á erfitt með svefn og setur þess vegna eyrnatappa í eyrun og tekur svefnlyf. Hann fer reyndar ekki að sofa fyrr en undir morgun og rumskar ekki fyrr en komið er fram yfir hádegi. Hann hefur breytt venjum sínum, hann var vanur að vakna snemma og fara til vinnu en nú er allt breytt. Í sögunni kemur fram að hann hefur misst konu sína og börnin eru flutt að heiman. Hann þarf ekki að vakna til að sinna skyldustörfum og hann virðist lifa meira af vana en lífslöngun eða eins og segir í sögunni „hann rígheldur í lífið en hann gerir ekkert til að lengja það“ (bls. 7). Í mókinu rifjar þessi aldraði maður upp brot og slitur úr ævi sinni. Hann er í raun að bíða eftir að kaffið hitni í katlinum svo hann geti lagað sér kaffi eða te. Honum er ekki alveg ljóst hvort hann hefur farið fram úr og hitað vatnið. Hann hefur ekki neinar áhyggjur því ketillinn slekkur á sér sjálfur og það flæðir ekki vatn á parketið. Suðan eða suðið er leiðarminni í sögunni allri. Maðurinn klæðir sig og gáir til veðurs eins og honum var kennt þegar hann var strákur en leggst svo aftur uppí og fær sér lúr, vaknar við suð en áttar sig ekki á hvort það kemur úr katlinum eða er bara suð í eyrunum. Það er sem sagt í þessu móki eða drunga sem sögunni er miðlað til lesand- ans. Guðbergur nær að skapa sterkt andrúmsloft eins og lesandinn þekkir svo vel úr mörgum fyrri sagna hans. Í Missi lýsir Guðbergur því hvaða áhrif það hefur á líf aðalpersónunnar að verða ástfanginn og tengjast annarri persónu órjúfandi böndum. Skuldbindingin gerir það að verkum að hann fórnar sér og hugsar um konuna sem hann elskar þar til yfir lýkur og hann stendur uppi einmana og gamall að lokum. Dregin er upp nærgætin en ófegruð mynd af lífshlaupi gamla mannsins. Hversdagslegum atriðum er lýst í fáum orðum en svo hnitmiðuðum að lesandinn fær nokkuð nákvæma innsýn í ofur venjulega ævi aðalpersónunnar. Hann greinir frá því í stuttu máli hvernig það atvikaðist að hann kynnist konu sinni eftir að hafa misst þá fyrri. Hann var þá bakveikur og gat ekki unnið erfiðisvinnu og var fluttur út á land. Það gerði ástamálin flókin að hann hafði áður hafnað ást þeirrar konu sem hann nú hrífst af. Eftir ýmsar flækjur og innskotssögur af ástamálum og samböndum giftist hann þessari konu sem segist reyndar ekki geta elskað hann nema að vissu marki. Inn í söguna fléttast ýmiskonar ástaflækjur annarra persóna sem renna saman við ástamál aðalpersónunnar. En allt er þetta í samræmi við hugarástand gamla mannsins sem rifjar upp atvik úr lífi sínu milli svefns og vöku og ýmsu slær saman í minningabrotum hans sem kannski gerist ekki í raun og veru.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.