Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 2

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 2
2 TMM 2011 · 2 Frá ritstjóra „Ég sá þess bók fyrst þegar ég var tíu ára gömul og tókst að lesa mig í gegnum hana áður en hún var þrifin frá mér eins og hún væri mjög svo hættuleg börnum.“ Þannig segir Guðrún Helgadóttir rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður frá fyrstu kynnum sínum af bókinni Angantýr eftir Elínu Thorarensen en í þeirri bók segir frá ástum nítján ára pilts og fimmtán árum eldri konu – þeirra Elínar og Jóhanns Jóns­ sonar skálds. Þessi bók Elínar kom út árið 1946 og mun hafa verið fjar­ lægt all snarlega af markaðnum og hefur ekki mikið borið á góma síðan – fyrr en nú að Guðrún deilir með okkur þessari áhrifamiklu ástarsögu og fallega skrifuðum textum úr henni. Íslensk bókmenntasaga geymir mörg dæmi um þöggun á textum kvenna en varla mörg sem jafnast á við þetta. Það má heita undarleg tilviljun að tvær greinar sem varða Jóhann Jónsson skyldu berast TMM með skömmu millibili – ólíkar greinar en báðar skrifaðar af alúð og ríkri tilfinningu fyrir efninu sem sterk æskuminning og löng umhugsun getur vakið. Gunnar Már Hauksson ólst upp við að faðir hans, Haukur Þorleifsson, talaði oft um þennan vin sinn frá Þýskalandi og eftirlifandi sambýliskona Jóhanns, frú Göhlsdorf, var heimilisvinur fjölskyldunnar. Rétt eins og Guðrún hefur Gunnar Már rekist á forvitnilegan texta sem ekki hefur birst: bréf Jóhanns til Guðlaugar Eiríksdóttur þar sem hann segir ferðasögu sína, eiginkonu sinnar, Nikólínu Árnadóttur og vinar að nafni Halldórs Guðjóns­ sonar frá Laxnesi sem síðar átti eftir að gera þessu ferðalagi til Berlínar ódauðleg skil í bókinni Grikklandsárið. Í heftinu er að þessu sinni eingöngu bókmenntaefni – greinar Emil Hjörvars Petersen og Kurts Vonnegut kallast á með skemmtilegum hætti, Haukur Ingvarsson heldur áfram að ræða við framsækna unga höfunda, að þessu sinni Kristínu Eiríksdóttur en Hjalti Snær Ægisson ber saman Hannes Sigfússon og T.S. Eliot – sem auk Dante var eftir­ lætisskáld Thors Vilhjálmssonar sem lést í byrjun marsmánaðar og þeir minnast hvor með sínum hætti, Ástráður Eysteinsson og Þorsteinn frá Hamri. Guðmundur Andri Thorsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.