Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 9
M u n a ð u r s á l a r i n n a r TMM 2011 · 2 9 Því er það svo að Thor Vilhjálmsson, sem að mörgu leyti er nútíma­ legastur allra íslenskra rithöfunda, var ekki bara maður hins hand­ skrifaða texta, þar sem augnablik lífsins voru fönguð í háf tungumálsins hvar sem höfundurinn var staddur, heldur maður hinnar munnlegu frásagnar. Módernískur textinn sprettur þannig öðrum þræði úr frum­ lindum sagnamennskunnar en jafnframt tekur þráðurinn – frásagnar­ þráðurinn – á sig ýmis form, eftir því sem hann nýtist í spuna og vefnað. En sagnaþorstinn býr í vefnum og lætur á sér kræla og í sér heyra þegar myndskáldið hefur verið frekt til fjörsins. Á hinn bóginn, þegar sagnaefnið liggur að einhverju leyti fyrir og markar ákveðna framvindu, eins og í Grámosinn glóir, Morgunþulu í stráum og Sveig, er það iðulega myndsækni sögumanns sem vendir þræðinum og beinir honum í ýmsar áttir, hvort heldur er að ytri náttúru landsins eða innri hræringum mannsins – og fer þó þetta tvennt mjög saman. Innskot um æviverk Hér gefst ekki rými til að gera viðunandi grein fyrir störfum Thors Vilhjálmssonar á frjórri og starfsamri ævi. Og jafnvel þótt rýmið gæfist myndu vakna spurningar um það hvernig kortleggja mætti þennan feril. Það yrði sérstök kompósisjón hjá hverjum og einum.5 Sú mikla athygli sem skáldsagan hefur fengið sem bókmenntagrein hina síðari áratugi gæti beint sjónum sumra fyrst að því að Thor birti ekki skáldsögu fyrr en hann var kominn nokkuð á fimmtugsaldur, nefnilega Fljótt fljótt sagði fuglinn árið 1968. Og hlýtur þá að teljast gott að fullgera og birta tíu skáldsögur, auk fjölda annarra bóka. En bent hefur verið á að í lengri sögunum í sagnasafninu Andlit í spegli dropans (1957) megi sjá „tilhlaup að skáldsagnagerð“6 – og fyrst fræðimenn hafa tekið upp á því lesa smásagnasveiga eins og Wines- burg, Ohio eftir Sherwood Anderson og Dubliners eftir James Joyce sem skáldsögur, mætti þá ekki gera slíka túlkunaratlögu að þessari bók Thors? Og hvað með ferðabækurnar – en þær eru sem slíkar merkt fram lag til íslenskrar bókmenntasögu – mætti ekki lesa þá þriðju, Svipir dagsins, og nótt (1961), sem sjálfæviskáldsögu með heimildarstefjum um Erasmus frá Rotterdam? En svo eru líka tengsl milli reisuskrifa Thors og umfjöllunar hans um hinar ýmsu listgreinar. Í bókinni Hvað er San Marino? (1973) teflir hann saman ferðaþáttum sínum og listumræðu. Ferðin, þetta grund­ vallarminni í skáldskap Thors, teygir sig þannig yfir í samræður hans við aðra listamenn, samferðamenn lífs og liðna, íslenska sem erlenda.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.