Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Qupperneq 11

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Qupperneq 11
M u n a ð u r s á l a r i n n a r TMM 2011 · 2 11 skemmri tíma – ritstýrði Thor þessu mikilvæga tímariti um þrettán ára skeið (1955–1968) og hann átti ríkan þátt í að gera það að boðbera nýrra strauma í listum og bókmenntum. Á síðum þess haslaði Thor sér völl sem innblásinn menningarrýnir og ýmsir söknuðu „Syrpanna“ hans þegar Birtingi sleppti en fengu síðar framhald þeirra í „Helgarsyrpum“ Thors í Þjóðviljanum snemma á níunda áratugnum. Hvað með þýðingarnar; eiga þær að vera líkt og halakleppur í þessari syrpu um ritferil Thors? Að sjálfsögðu ekki, þó að framan af ferlinum megi ef til vill flokka þær sem aukagetu, með fullri virðingu fyrir verk­ unum sem Thor íslenskaði, t.d. skáldsögunni Dáið þér Brahms … eftir Françoise Sagan eða hinu kunna leikriti Horfðu reiður um öxl eftir John Osborne og raunar fleiri þekktum leikritum. En með þýðingunni á skáldsögunni Hlutskipti manns eftir André Malraux (1983) verða nokkur tímamót hjá Thor. Sama ár kom út þýðingin á Dagleiðinni löngu inn í nótt eftir Eugene O’Neill og í kjölfarið komu fleiri mikilvægar þýðingar: Nafn rósarinnar eftir Umberto Eco (1984), Hús andanna eftir Isabel Allende (1987) og Austurlenzkar sögur eftir Marguerite Yourcenar (1991). Þar með var Thor orðinn einn mikilvægasti bókmenntaþýðandi landsins á sinni tíð og í þessum þýðingum höfðu margir sín fyrstu kynni af honum sem rithöfundi, og þar með hinum einstöku tökum hans á íslenskri tungu. Enn skortir þó eina bók til að sjá megi skýra heildarmynd af Thor sem þýðanda, því að ljóðaþýðingum hans, sem birtust í blöðum og tímaritum um margra ára skeið, hefur enn ekki verið safnað saman í bók. Myndsækið auga á flughraðri ferð Segja má að öðrum þræði séu skáldverk Thors, einkum skáldsögurnar, vettvangur tálsviptingar. Þeirri vinsælu blekkingu sem felst í söguþræði með fléttu innan þægilegra marka, persónum sem við kynnumst fljótt og vel, og endurspeglun umhverfis sem er tiltölulega skýrt og í rökrænum skorðum – þessu táli er líkt og flett burt. Og hvað blasir þá við – orðin tóm? Öðru nær: orðaheimur sem sindrar af lífi. Stundum leyndardóms­ fullu lífi, því að þessi heimur á það til að umbreytast í völundarhús þar sem liggja víða leyndarstígar sem lesandi verður að rata um sjálfur og eignast þar með sína eigin sögu á þessari ferð, með sinni athugun, sinni nautn og leit (og togast stundum þar á milli). Og þá komum við enn að spurningunni um kompósisjón. Hvernig er þessi heimur eiginlega settur saman og hver eru hreyfilögmál hans? Auk þess má spyrja hvort þetta sé ekki jafn mikill blekkingaleikur og í hinum hefðbundnu aðferðum sagnalistar sem áður voru nefndar, þótt á annan hátt sé.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.