Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Blaðsíða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Blaðsíða 37
B ó k i n h e n n a r E l í n a r TMM 2011 · 2 37 ár er dæmi um. Og við getum spurt okkur sjálf hvort viðhorf manna til ásta miðaldra konu og nítján ára unglings hafi breyst á þessum áratugum. Um það eru þó dæmi að miðaldra karlmenn hafi óáreittir kvænst kornungum stúlkum eða átt vingott við þær en miðaldra konur og ungir menn eru sennilega ennþá dálítið flóknara dæmi. Eða hvað? Það sem kom Elínu Thorarensen til að skrifa bók sína var eins og hún sjálf ýjaði að, útkoma ritgerðasafns Halldórs Laxness, Vettvangur dagsins, árið 1942. Þar er ritgerð um Jóhann og lífshlaup hans rakið, án Elínar eins og að vanda. Það er þó fyrst árið 1946, þegar Jóhann hefði orðið fimmtugur, að Elín kýs að segja sína sögu. En látum hana sjálfa hafa orðið í formála bókarinnar Angantýr: Við Jóhann áttum okkar sögu saman, og nú ætla ég að segja hana á fimm­ tugsafmælinu hans e i n s o g h ú n v a r , en hún hefir verið sögð á annan veg hér í bænum; líklega veit ég þetta bezt. Þó er sagt: „Hálfsögð er sagan, ef einn segir.“ En á eftir minni sögu kemur nokkuð sem Jóhann hefir sjálfur sagt. En þetta voru tildrögin að sögu okkar: Ég átti heima í Þingholtsstræti 18 hér í Reykjavík og seldi þar fæði. Ég var skilin við manninn minn fyrir tveimur árum, og tvö eldri börnin mín voru annars staðar, en yngsta barnið var hjá mér. Jóhann kom til mín sumarið 1915. Við urðum strax góðir vinir, þó að allar ytri ástæður væru okkur andstæðar og margir vildu leggja orð í belg, bæði skyldir og vandalausir. Ég kallaði Jóhann Angantý, og hann kallaði mig Brynhildi. Elín lýkur formála bókarinnar með þessum orðum: Ég er að ganga yfir tjarnarbrúna; – það er sumarkvöld, blæjalogn; tjörnin er eins og rennandi kvikasilfur; vesturloftið er logagyllt. Ég er alltaf að líta til baka og horfa á gullskýin. Ég er að hugsa um Angantý og það, sem hann sagði svo oft: „Á svona fögru kvöldi vil ég deyja með þér, Brynhildur.“ Þau eru löngu liðin, björtu og fögru kvöldin, sem við áttum saman. „En hugann minninga fyllir fans. Ég flétta úr þeim ofurlítinn krans og legg hann á skáldsins leiði.“ Og Elín hefur sögu sína: Ég var nýlega að lesa bók, sem heitir „Fótatak manna“. Í formálanum kemst höf­ undur þannig að orði: „Vinnan hefir einkum verið í því fólgin að leitast við að opna lesandanum nauðsynlegar útsýnir, svo að hann geti sjálfur skrifað hinar löngu sögur, er leynast á bak við. Ég hefi verið að hlusta á fótatak manna og bið lesandann að hlusta með mér.“ Ég hlustaði og þekkti fótatakið í stytzta þættinum, og þá minntist ég sögu, sem leynist á bak við hann. Sagan er svona:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.