Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Qupperneq 39

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Qupperneq 39
B ó k i n h e n n a r E l í n a r TMM 2011 · 2 39 á, þá sat ég stundum grátandi heima hjá honum, en hann var allt af þolinmóður og elskulegur við mig og hætti ekki fyrr en hann var búinn að hughreysta mig. Þau fóru með einum kostgangara Elínar út í Viðey. Einn sumardag í blíðu og sólskini tók hann okkur Angantý með út í Viðey. Sjórinn var spegilsléttur, „fjöllin fagurblá með fannir á efstu tindum. Dagurinn leið ljómandi hjá Og loftið var fullt af ástar­þrá“. Þetta fékk ég að láni hjá Jóni Pálssyni, en hann var vinur minn og ann mér þess. 12. september þetta haust var Angantýr nítján ára. Þá var lítið um blóm í bænum, en þó gat ég náð í eina hvíta rós, snjódrottningu. Ég fór með hana heim til hans á Kárastíg 11, setti hana á skrifborðið hans og sagði við hann: „Allt, sem okkar fer á milli, á að vera eins hreint og þessi rós.“ Rósin sigraði, og ef það er satt, að furðustrandir séu til, eins og Einar Kvaran segir, þá er rósin orðin að stóru tré, og við Angantýr gefum öllum vinum okkar hvítar rósir. Stærstu rósirnar fá þeir Helgi Þorkels og H.K.L. Ég á afmæli þrem dögum síðar, 16. september. Þá skrifaði Angantýr til mín afmæliskveðju, sem hann kallaði „Óort ljóð“. Ég man hvað ég varð glöð og hrifin. Ég fann það vel og vissi, að hann var skáldskapurinn í mann­ legri mynd, en samt fannst mér þetta mikið, af því að hann var svo ungur. Þetta sama haust fékk Angantýr ný, falleg föt, dökkblá. Helgi Þorkels gaf honum þau. Helgi gaf honum líka vetrarfrakka skömmu síðar. Hann kölluðum við Kuldabola. Ég átti silkisvuntu, sem brá á fallegum blæ. Við kölluðum hana Tunglskins­ svuntuna. Við löbbuðum oft úti, Angantýr í Kuldabola sínum og ég með Tungl­ skinssvuntuna mína. Angantýr átti lítinn bláan silkiklút. Það þótti fjarska fínt þá að hafa mislitan vasaklút í jakkabrjóstvasanum. Þennan litla klút kölluðum við Hunangshjarta, af því að hann reyndist okkur svo vel. Angantýr þurrkaði svo oft af mér tárin með honum og gaf mér hann að endingu. Ég á hann enn þá og ætla að hafa hann með mér þegar ég fer í síðasta leik. Tveir vinir Jóhanns bættust í kostgangarahóp Elínar en það voru þeir Gústaf og Einar Ólafur Sveinssynir. „Þeir eru bæði góðir og gáfaðir menn, og ég veit, að það verður skemmtilegt fyrir okkur öll að vera saman“ sagði Jóhann þegar hann bað Elínu fyrir vini sína og varð það enda svo. Það varð eins og Angantýr sagði, við áttum margar ánægjustundir saman, fjór­ menningarnir. Einu sinni fórum við öll saman á konsert í Bárunni, sem þá var eina húsnæðið fyrir þess háttar. Ég lenti þá í þrætu við Árna Thorsteinson af sætunum; við áttum öll að sitja saman. Angantýr sagði ekki neitt; Einar Ólafur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.