Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Qupperneq 40

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Qupperneq 40
G u ð r ú n H e l g a d ó t t i r 40 TMM 2011 · 2 sagði ekki neitt, og Gústaf sagði heldur ekki neitt, en þegar skemmtunin var úti, kom tónskáldið og bað mig afsökunar, því að ég átti réttinn. Á heimleiðinni sagði Einar Ólafur: „Það er alveg eins fyrir þér, Brynhildur! eins og mér, að þú vilt ekki láta hlut þinn, þegar þú veizt, að þú fer með rétt mál.“ Við Angantýr áttum sálufélag saman og sögðum hvort öðru allt. Stundum sátum við alveg þegjandi og ánægð af að vera saman, þangað til hann sagði kann ske allt í einu: „Segðu eitthvað, Brynhildur mín! Það er svo gaman að því, sem þú segir.“ En ég vildi ekki trufla hann, þegar hann var að hugsa um eitthvað fallegt; hann var þá svo fjarlægur í augunum og fallegur á svipinn. Oft gengum við upp í Skólavörðuholtið og sátum þar á stóru steinunum, sem þá voru huldufólksbú­ staðir, en eru orðnir að mannabústöðum. „Við skulum setjast á stein,“ sagði ég, „því að tvisvar verður sá feginn, sem á steininn sezt.“ „Hví ertu alltaf að segja þetta, Brynhildur?“ „Af því að mér þykir gaman að málsháttum, og svo er þetta líka alveg satt.“ Þá sagði Angantýr: „Veiztu það, að sumir halda, að steinarnir hafi sál og að allt í kring um okkur hafi sál?“ „Æ! Vitleysa!“ sagði ég. „Hann Gústaf heldur það líka,“ sagði Angantýr, en þetta er of háfleygt fyrir mig. Einu sinni í góðu veðri vorum við að ganga í kring um Austurvöll. Þá segir Angantýr: „Þekkir þú hann Þórberg Þórðarson?“ Nei; ég þekkti hann ekkert. Hann fór þá að tala um skáldskap Þórbergs og lýsa honum fyrir mér. Þá æstist ég upp og fór að rausa, því að ég er allt af reið, þegar skáldskapur er misnotaður, það er að segja, þegar þeir eiga í hlut, sem hafa máttinn. Það er sama, hvað þeir skrifa, sem eru aumingjar til sálarinnar. Ég sagði því næst við Angantý: „Eftir því sem þú lýsir skáldskapnum hans Þórbergs, væri mátulegt að senda honum kopp í jólagjöf; hann gæti þá ort um hann á jólunum.“ „Nei, það máttu ekki gera, Brynhildur! því að hann Þórbergur fær aldrei neina jólagjöf.“ Þá blíðkaðist ég, og Angantýr fór að tala um, hvað Þórbergur væri fátækur, og ætti hvergi höfði sínu að að halla. Angantýr þekkti bæði fátækt og heilsuleysi, þó að ungur væri, og hann var miklu alvarlegri en gerist og gengur um unga menn á hans aldri. Honum þótti vænt um Jóhann Gunnar, sem var frændi hans, og fór stundum með kvæði eftir hann. Þegar hann fór með þessi erindi: „Vindurinn þýtur og veggina ber. Komdu til hennar Hervarar kveðju frá mér.“ og síðasta erindið: „Vindurinn þýtur og veggina ber. Finnið þið ekki kuldann á fótunum á mér?“ þá var mér alveg nóg boðið. Stundum vorum við, Angantýr og bræðurnir, að kjósa okkur viðlög. Angantýr kaus sér þetta: „Blítt lætur veröldin. Fölnar fögur fold. Langt er, síðan yndið mitt var lagt í mold.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.