Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 41
B ó k i n h e n n a r E l í n a r TMM 2011 · 2 41 Einar Ólafur kaus þetta: „Fagurt syngur svanurinn sumarlanga tíð. Döggin laufin laugar, en líður tíð.“ Ég man ekki, hvað Gústaf kaus, en ég kaus mér: Fagrar heyrð’eg raddirnar í Niflungaheim. Ég get ekki sofið fyrir söngvunum þeim.“ Ég var að biðja þá um að gera kvæði við þessi fallegu viðlög. Þeir gerðu það báðir, Angantýr og Ólafur, og ég á bæði kvæðin. Angantýr orti kvæðið „Blítt lætur veröldin“ í apríl 1916. „Kvæðið er undurfagurt fyrir utan harmatölurnar,“ sagði ég við Angantý, og viku síðar, 15. apríl, skrifaði hann mér æfintýri, sem hann kallaði „Drauminn“. Þá er hann hughraustur og segir, að við skulum sigra alla erfiðleika. Við vorum bæði barnaleg svona aðra stundina. Nú erum við heima á Kárastíg hjá Angantý: Við sitjum bæði þegjandi, þangað til hann segir: „Brynhildur! Þú ert bezta konan í húsinu.“ „Ég. Nei.“ „Vertu ekki að taka fram í fyrir mér. Ég er ekki búinn: Þú ert ekki að eins bezta konan í húsinu, heldur í öllum bænum, og ekki að eins í bænum, heldur í öllu landinu, heldur ertu lang­langbezta konan í öllum heiminum, og viltu nú lofa mér einu?“ „Hvað er það?“ „Það er að verða aldrei óvinur minn, hvað sem kemur fyrir okkur og hvernig sem allt fer.“ „Ég lofa þér því að verða allt af vinur þinn.“ Stundum bað Angantýr mig að segja sér sögur, og eitt kvöld, þegar við vorum ein heima hjá mér, þá sagði ég honum jólasöguna frá æskuheimili mínu, en það var ýkjulaust eitt stærsta og fallegasta heimili í Breiðafirði á þeim tíma. Ég var víst eitthvað mælskari en ég er vön að vera; að minnsta kosti hrósaði hann mér mikið, strauk hárið frá enninu á mér og sagði: „Ósköp þykir mér vænt um þetta litla höfuð, sem er fullt af sögum, kvæðum og æfintýrum.“ Eins og ég hef áður sagt, varð Angantýr fyrir mörgum leiðindum mín vegna. Mér sárnaði það mikið, en gat ekki gert að því. Einu sinni, þegar einhver leiðindi voru nýafstaðin, vorum við að ganga úti í góðu veðri og sólskini, þá fór Angantýr að hafa yfir vísurnar: „Blessuð sólin elskar allt“, og þegar hann fór með seinni vísuna: „Geislar hennar út um allt eitt og sama skrifa, á hagann grænan, hjarnið kalt:“ þá greip ég fram í fyrir honum og sagði: „Helvíti’er að lifa.“ „Brynhildur! Að þú skulir ekki skammast þín fyrir að fara svona með þessa yndislegu vísu.“ „Ekki minnstu vitund. Allir eru vondir.“ „Eru þeir Gústaf og hann Óli vondir?“ „Nei, þeir eru góðir.“ Svo hlógum við bæði. Angantýr var allt af að lesa, en hann las ekki nema góðar bækur; hann hafði nógar bækur, þó að hann ætti sjálfur lítið af þeim. Fallegustu bækurnar, sem hann átti, gaf hann mér. Angantýr átti aldrei aura nema það, sem Helgi gaf honum, en aldrei kom það fyrir, að hann beiddi mig um aura eða talaði um fátækt sína við mig, því að hann vildi ekki auka mér áhyggjur. Við létum bæði hverjum degi nægja sína þjáningu; við vorum bæði þannig gerð.Við ætluðum að lifa og deyja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.