Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 50

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 50
G u n n a r M á r H a u k s s o n 50 TMM 2011 · 2 dansk­ísfirskri orðheppni. Voldugir tímar frammundan svo í bókmentum sem einkalífum. […] Hvenær skyldi maður sjá aftur þetta íslenska túngl ásamt öllum þeim draugum sem því fylgja? sagði Jóhann við mig kvöldið fjórða október 1921 þegar við stóðum undir Öskjuhlíð í hryðjuveðri, for og bleytu, og horfðum á túnglið vaða í skýum einsog í draugakvæðum, daginn áður en við fórum úr landi. Það átti ekki fyrir Jóhanni að liggja að vitja þeirra drauga aftur. Að aflíðandi hádegi daginn eftir voru þau gefin saman formlega en serímoníu­ laust í föðurhúsum Nikkólínu. Ég var ekki viðstaddur. En ég held mig minni rétt að Helgi skraddari, sá helgi maður, væri svaramaður Jóhanns svo brúðkaupið hefur verið ekta. Við lögðum frá hafnarbakka í Reykjavík uppúr fjögur. Nikkólína var grátþrúngin og bað um að fá að vera ein; hún gekk niður til sín. Einsog fyrri daginn höfðum við Jóhann svo mart að skeggræða að tímarnir í einum degi voru aldrei nógu margir. Mig minnir að nær miðaftni hafi verið „hríngt fyrir dinner“ sem svo er vant að segja á skipunum og þángað römmuðum við Jóhann á sjálfvirkan hátt í sögum hans miðjum. Ég ætla ekki að telja upp þau ósköp af matvælum sem höfð voru á borðum á skipunum í þá daga; lúxusinn var á svo háu stigi að margir góðir íslendíngar sáust þar éta kryddsíld og reykta skínku í frúkost og renna þessu niður með nýmjólk. Við félagarnir vorum hinsvegar svo matgírugir að Jóhanni hafði láðst að leiða brúði sína til borðs, formfasta og háborgaralega konu þrátt fyrir léttlynda trúvillusaungva. Ekki fyren í steikinni mundi Jóhann eftir frúnni. Hún getur komið ef hún vill, sagði hann. En hún kom reyndar ekki. Samt fórum við að verða stirðari til máls eftir að við mundum eftir konunni; þegar leið að ábæti stóð Jóhann upp og fór að sækja brúði sína. En það mun hafa verið um seinan. Í Kaupmannahöfn gistum við á sama hóteli, en Nikkólínu sá ég ekki meðan við stóðum við í borginni. Samt urðum við þrjú samferða í lestinni til Berlínar og lagði á stað snemma morguns, en þar fundum við framhaldslest til Leipzig að áliðnum degi og náðum ljósadýrð þeirrar borgar snemma kvölds; settumst upp á Hótel Kaiserhof samkvæmt ábendíngu sem mikill og góður stórkaupmaður hafði gefið okkur, og þurfti einginn í þeim stað vatn að drekka né söl að tyggja. (Grikk- landsárið, 1980, bls. 237–239) Þannig endar frásögn Halldórs Laxness. Í nýútkominni ævisögu Jóns Leifs eftir Árna Heimi Ingólfsson kemur fram að Jón Leifs og konan hans Annie voru í þessari sömu ferð með m.s. Íslandi. Jóhann skrifar húsmóður sinni frá Djúpavogi lýsingu á ferðinni til Leipzig, 49 þéttskrif­ aðar síður. Ég var mjög forvitinn að sjá hvernig Jóhann lýsti sjálfur þess­ ari ferð, sérstaklega hvernig hann fjallaði um lífið um borð í Íslandinu þessa daga. Það urðu því í fyrstu nokkur vonbrigði að sjá að Jóhann fjallar lítið sem ekkert um siglinguna fyrr en komið er til Newcastle. Við áframhaldandi lestur kemur samt í ljós að ferðasagan er mikill hval­
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.