Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 52
G u n n a r M á r H a u k s s o n 52 TMM 2011 · 2 nútímans mætti sjálfsagt segja hið fornkveðna „Þar veit ek feiknstafi flesta.“ […] Fram með höfninni er auðvitað gríðarbreið „uppfylling“ svo ég noti Reykvískt orð og er hún full af allskonar vöruhlöðnum vögnum, gríðarstórum kerruklárum, ökukörlum, verkalýð og svo auðvitað iðjulausum skrýl. Inn úr þessari „uppfyll­ ingu“ liggja svo örmjóar dimmar og óhreinar götur, milli risavaxinna eldgamalla, hálfhruninna húsbákna, slíkar götur kalla Englendingar „thoroughfares“ – sund. Þarna hafast þeir útskúfuðu við. Þarna selja lökustu skækjurnar banvæn ástaratlot sín, þarna eru fylgsni stórþjófanna og morðvarganna. […] Um borð voru komnir enskir lögreglumenn. Áttu þeir að stimpla landgöngu­ leyfi á farbréf okkar. 100 pund sterling var sagt að sektin væri ef farið væri í land með ómerktan passa. En okkur Halldóri frá Laxnesi, því hann var svo sem samferða, eins og fyrrum, láðist að gæta þess arna, og skruppum á land svona til þess að renna augunum yfir það næsta, áður en við tækjum okkur árbýtinn. Fórum við inn í eitt sundið, og var þá ekki bjartara en svo þar inni á milli húsanna að ekki gerði betur en fýsilegt væri inn að ganga, þótt fullbjart væri orðið af degi fyrir löngu þarna inni. Fyrir götuenda var hótell sem á stóð letrað stórum skitnum stöfum, sem einhvern tíma höfðu verið gyltir: Three Indian Kings. En heldur hefði ég legið úti en fá mér næturskjól í hótellinu því. Þótt þessi rannsóknarför okkar Halldórs, kunningja míns, væri nú ekki löng, þá bar nú samt hitt og þetta fyrir augun, sem vert væri að segja frá ef tími leyfði. En nú er svo yfrið nóg umræðuefnið að mörgu verður að sleppa, eigi vel að vera. Skulu þó hér um höfð nokkur orð. Þarna sá ég fyrst menn þá sem sennilega eru dauðanum og tortýmingunni ofurseldir tveim til þrem ættliðum fyrir fæðingu sína. Þessir menn hafa fátt annað sameiginlegt öðrum mönnum en það að vera tvífættir. Og þó –. Einhvers­ staðar í gjörslokknuðum augum þeirra glórir fyrir sál eða sálarvofu, sem, þótt rödd hennar sé löngu, löngu týnd –, hrópar fram eggsárann sársauka í brjóstum bræðra þeirra, sem ennþá eru lifandi. Annars væri það ofætlan nokkrum manni að ætla sér að lýsa þeim kenndum sem vakna frammi fyrir þessum lifandi líkum af mönnum sem fæddust dauðir af dauðri móður, sem ef til vill aðeins lifði hálfu lífi í langafa sínum – ef ekki löngu löngu fyr í ætt sinni – svo djúp er tortýming þeirra orðin, svo algjör úrkynjunin. Jæja, ekki meira um það. Þegar við Halldór komum aftur um borð úr þessum óleyfilega leiðangri, varð Jón nokkur Leifs, sem þið munuð kannast við, á vegi mínum. Hann stóð á þyljum uppi með sína dálitlu þýsku frú á handleggnum, og horfði með miklum Welt­Schmerz á skrýlinn sem óðum var að þyrpast fram að skipinu. Ég hafði stundum verið að gera að gamni mínu við hann út af þeirri miklu trú sem hann hafði játað á Íslendingum í blöðunum í sumar. Nú kom Leifs til mín og sagði, auðvitað töluvert hróðugur. „Þarna sjáið þér! Nú vona ég að yður fari að skiljast hversvegna ég hef meiri trú á löndum okkar en öllum öðrum. Svona ræflar finnast ekki á Íslandi.“ Já, satt var orðið. Meðal blindingjanna er hinn eineygði konungurinn! Hjá okkur finnast ekki nema dálitlir grænjaxlar af þessu tagi – en þarna voru berin sjálf. En hvað okkur Halldóri viðvíkur, þá sluppum við við allar sektir, enda kom það sér betur, og settumst við nú undir borð miklu fróðari en áður.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.