Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 53
J ó h a n n J ó n s s o n s k á l d TMM 2011 · 2 53 […] Klukkan 6 um kvöldið lögðum við aftur úr höfn, út á reginhaf. Vorum þá flest búin að fá fullnóg af dvöl okkar í New­Castle. Dagurinn hafði verið óþolandi heitur og kolamökkurinn og allur annar óþverri var svo megn í loftinu, þarna í bænum, að ég hafði blátt áfram sáran sviða fyrir brjóstinu þegar ég fór þaðan. […] Við komum til Vejle eftir 2ja daga útivist á hafi. Þangað komum við snemma morguns. Var þá veður kyrrt og milt eins og fyrri, og verð ég að játa að Danmörk var stórum glæsilegri heldur en ég hafði gert mér nokkra von um. […] Upp úr hádeginu héldum við aftur út Vejlefjörðinn, áleiðis síðasta áfang­ ann, til Hafnar. Veðrið var yndisfagurt. Til beggja handa blöstu skógiþaktar hæðir og nýplægðir akrar með lillarauðum litblæ. Allt var hjúpað dánarlíni haustsins, nema barrskógarnir, sem enginn dauði fær litverpa gjörða. Þeir stóðu keikir í krafti ósigrandi æsku sinnar og létu enga sorg á sér sjá. Alt annað drúpti í hljóðri uppgjöf fyrir vetrinum og dauðanum, sem hver dagur bar nær og nær. Á þökum bændabýlanna voru storkahreiðrin orðin auð og yfirgefin – allir vængir sumars­ ins höfðu vaxið sig fullsterka til vetrarlangs flótta – suður í sólarlöndin. […] Kl. 12 um kvöldið sigldum við inn sundið – milli Helsingör og Helsing­ borgar sem ljómuðu í mikilli ljósadýrð til beggja hliða í myrkrinu. Þetta var 14. október. Morguninn eftir sigum við í naust borgarinnar sælu þar sem kóngurinn og fína fólkið búa. Fyrsta og lengsta þætti ferðar minnar var lokið. Vinir okkar hjóna stóðu á bryggjunni og tóku á móti okkur og innleiddu okkur í dýrðina. Frá Vejle hafði ég símað til skólabróður míns eins og beðið hann að útvega mér og frú hótell. Alt var þetta komið í kring áður en við komum og þurftum við ekki annað en láta aka okkur heim til okkar. […] Í Kaupmannahöfn gerðist harðla fátt sögulegt. Dvaldi ég þar þó í 5 daga og fór nokkuð víða um. En bærinn interessaði mig harðla lítið, mun nokkuð hafa ráðið þar um, að ég var með hálfan hugann suður á Þýskalandi, og ferðaóróinn sat fast í mér. Þó get ég ekki sagt annað en að mér þyki Höfn fallegur bær, og auðvitað er hún typisk stórborg. En þar eð konan mín var þreytt eftir ferðina á sjónum og átti þar að auki langa járnbrautarferð fyrir höndum varð hún að nota þessa daga sem hvíldardaga, og gátum við því minst séð né heyrt af því sjónar­ og heyrnarverða, sem Höfn hefur að bjóða. Þó skruppum við á helstu söfnin þar: Glyptotekið og Thorvaldsens Museum, sem hvorttveggja eru ágæt söfn. Ekki nenni ég þó að eyða orðum um það sem þarna bar fyrir augun, ég hef séð svo ótal, ótal margt síðan sem ég hef meira gaman að rabba um við yður góða frú Guðlaug mín, og bið ég yður að koma því áleiðis til þeirra sem kynnu að hafa gaman að hlusta á það með yður! „… heil menning er að hlæja sig í hel …“ Í kafla sem hér er sleppt kemur fram að í Kaupmannahöfn fer Jóhann með Halldóri Laxa (eins og hann segir) að heimsækja Guðnýju, dóttur kaupmannshjónanna á Djúpavogi. Hún er við nám í píanóleik hjá Haraldi Sigurðssyni. Jóhann býður Guðnýju að heimsækja sig á hót­ elið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.