Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 54
G u n n a r M á r H a u k s s o n 54 TMM 2011 · 2 […] Kom hún svo á Hótellið á ákveðnum tíma, en þá var ég nú ekki gestrisnari en það, að ég skildi hana eftir hjá minni…. svo ókunnugar sem þær voru, en fór sjálfur út í bæ að kaupa farseðla, með járnbrautum, til Leipzig. Ekki veit ég neitt hversu þeim hefur samið en óklóraðar og óbitnar voru þær báðar þegar ég kom aftur. Svo heldur bréf Jóhanns áfram: 19. október lögðum við þá af stað til fyrirheitna landsins og eftir þetta má segja að aðal bréfsefnið byrji: hitt er ekki þar með sagt að fleiri orð verði um það höfð en aðdragandann, sem þegar er orðinn óþarflega langdreginn. […] Þessi dagur var hinn ákjósanlegasti, heiður og víður, eins og sléttan, sem við þutum yfir og eins og hugur okkar, sem nú vorum fyrst á ferð út í stóran ókunnan heim, sem enn hafði ekki sett eftirvæntingum okkar nein takmörk með ákveðnum staðreyndum sínum og enn var aðeins hálfgert ævintýri í allri óvissu okkar. Halldór frá Laxnesi var 3. maðurinn eins og fyrrum. Var hann á leið til Dres­ denar. Ef að segja skal frá járnbrautarferð, þá verða óþægindin auðvitað aðal söguefnið. En þeim óþægindum er afar vandlýst, svo mikil og margs konar eru þau. Það er alveg ótrúlega þreytandi að hendast svona áfram í þessu bandvitlausa djöfuls æði. Vagnarnir riða til undir manni skakaðir af hamslausri ofsareiði eim­ vélarinnar. Engin tök eru á að sitja kyr eina sekúndu, allur leikur maður á reiði­ skjálfi, eins og illkynjaðasta hysteri sé hlaupinn í skrokkinn á manni. Og svo er allur þessi ærandi háfaði og fjandagangur í hjólunum, þegar þau skrönglast eftir járnteinunum – alltaf látlaust sömu höggin, sama monotona skröltið upp aftur og aftur hundraðþúsund miljón sinnum í eilífri runu. Ja, ég er nú auðvitað hypokonder og aumingi enda ætlaði þetta að gera mig vitlausan. Þá tekur ekki betra við þegar horft er út um gluggana. Næst manni streymir jörðin aftur með vagninum eins og hraðasti straumur –, fjarst líður landið fram til sömu áttar og lestin flýgur. Það er eins og jörðin sé alt í einu orðin að vellandi hringiðu allt í kringum mann og það er þreytandi svona til lengdar. Enda skal það með sanni sagt, að ég komst í svo ílt skap á þessari ferðareisu að ég hafði alt á hornum mér. Nikkelín var meira að segja um eitt skeið farin að hugsa um að skilja við mig … ég held helst þarna á staðnum. Nokkuð var það að hún sat blóðill út af skapferli mínu, út í horni, og var að taka saman í huganum eitt voðalegt ákæruskjal, gegn mér (fólanum), sem hún svo ætlaði að senda heim, helst í blöðin, svo allir gætu fengið að sjá hve þokkalega hún hefði orðið út úr því að lenda í klónum á mér! Hér sleppi ég löngum kafla um kvalir Jóhanns í járnbrautarlestinni. Heldur bráir af honum á meðan siglt er yfir sundið milli Gedser og Warnemünde en sækir strax í sama horf þegar hann er aftur sestur í járnbrautarvagninn: „Það er blátt áfram eins og að spila á munnhörpu framan í kött, að setja mig á járnbraut!“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.