Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 56
G u n n a r M á r H a u k s s o n 56 TMM 2011 · 2 verði hugsað til þeirra afla sem náðu völdum í landinu rúmum áratug síðar. Þegar komið er út frá járnbrautarstöðinni lýsir hann lífinu svo: Annars skal þess getið, áður en lengra er farið að þessi lýður, sem varð á vegi okkar þarna við járnbrautarstöðina var lítið aðlaðandi fólk. Ægði þar öllu saman, skitnum, larfalegum stelpum og strákum, konum og körlum á öllum aldri. Flest var þetta hungraðir og volaðir vesalingar sem haldast við þarna mestan hluta sólarhringsins og eru á gægjum eftir einhverri lítils háttar þörf ferðamannanna fyrir aðstoð þeirra, í von um að fá svo ofurlitla þóknun fyrir. Er það víst æði aum og arðlítil atvinna, því að margir eru um boðið og svo eru slík viðvik, sem þeir geta í té látið sjaldan hátt virt. Annars finnast víst naumast aumkunarverðari mannverur, en þessir flækingar: Vonlaust fólk, sem lífið hefur fyrir fullt og alt neitað um alla miskunn. Þjófar sem ekki eiga annars úrkosti en stela. Ránsmenn, sem svo langt eru leiddir að þeim eru allar skyldur dánar nema þær, sem maginn og munnurinn krefja þá um. Skækjur, sem grátfegnar gefa öll sín atlot fyrir minni þóknun en nægja myndi einni hundsfylli, heima hjá okkur. Þannig fólk varð þá fyrst á leið okkar, í hinni miklu borg sem hervald og auðvald hafa grundvallað og reist. […] Klukkan 12 daginn eftir kom Jón Björnsson. Vorum við þá löngu komin á fætur og búin að borða morgunverð; var nú lagt af stað í forvitnisferðina fyrir­ huguðu, út í borgina. Veðrið var gott og blessað, sólskin en kalt nokkuð. Nokkru fyrir utan hótellið tókum við okkur bíl og ókum af stað. Fórum fyrst upp í aðalgötuna „Unter den Linden“ (undir linditrjánum). Er það lengsta gata Evrópu líklega og óefað ein allra breiðasta gata í heimi. Liggja eftir henni miðri trjágöng (Allé) af linditrjám fögrum og háum. En nú var lauf þeirra orðið fallið mjög og fölnað. Báðum megin trjáraðanna liggja undurbreiðir akveg­ ir, og þjóta þar eftir automobílar, sporvagnar, hestvagnar og öll hugsanleg fartæki yfir höfuð í ótölulegum aragrúa, og með gauragangi meiri en orð fá lýst. Síðan liggja gangstéttirnar mjög breiðar fram með akbrautunum, fullar af fólkstraumi, sem ekkert upphaf né endir er á. Áhrifin sem slík risagata gerir á mann í fyrsta sinn eru bæði mikil og margvísleg – en ég fyrir mitt leyti varð mestmegnis fyrir fremur illum áhrifum. Þessi þrotlausi múgur verður að fargi sem þrýstir að mér eins og köfnun. Mér finst loftið vera þrungið af einhverjum illum eyðandi öflum – einhverju ógurlegu sprengiefni, sem ekki þurfi nema einn neista til að verða að tortímandi báli. Sama er að segja um þessar miskunnarlausu kapítalistísku bygg­ ingar, sem peningaburgeisarnir hafa hlaðið upp eins og óvinnandi kastala utanum veldi sitt og mikla makt. […] Við Unter den Linden komum við inn í eina furðulegustu og ferlegustu verslun Þýskalands: Kaufhaus Wertheim. Gengum við þar um í rúman hálftíma og sáum þó ekki nema örlítinn hluta af öllu, sem á boðstólum var. Fleiri þúsundir versl­ unarmanna og kvenna standa hver í sinni Abteilung (afdeling) og bíða eftir við­ skiptum eða öllu heldur eru á kafi í viskiptaönnum, því að allan daginn streymir fólk út og inn í risakauphöll þessari. Lyftivélar þjóta upp og niður frá neðsta upp í efsta sal hússins, fullar af viðskiptafólki, komandi, farandi frá morgni til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.