Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 74

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 74
E m i l H j ö r va r P e t e r s e n 74 TMM 2011 · 2 fyrstu merkin um að hann sé sögumaður. Ef lesið er á milli línanna, þegar Rithöfundurinn ræðir um Mascarita, er hægt að sjá að minn­ ingarnar breytast, þær afhjúpa nýja sýn og skoðanir hjá Rithöfundinum, sérstaklega gagnvart Mascarita og gjörðum hans: Gamli skólafélaginn var ekki að grínast þegar hann notaði frasa, hann var að safna orðaforða úr umhverfinu. Áður fyrr hafði Rithöfundurinn ekki kippt sér upp við hinar óþrjót­ andi ræður Mascarita um reynsluna af frumskóginum, um kynnin af Machiguenga­fólkinu eða frásagnir af goðsögum þeirra – þótt hann segði vel frá og af mikilli ástríðu. Walter Benjamin skýrir þetta áhuga­ leysi nútímaviðtakenda þar sem hann fullyrðir að gengi reynslunnar sé fallið og að sögumaðurinn „sé orðinn okkur fjarlægur og fjarlægist æ meir“ (WB: 247). Það er þetta sem gerist milli þeirra, ekki aðeins sem sögumanns og viðtakanda, heldur sem vina; þeir fjarlægjast. Rithöf­ undurinn leit á áhuga Mascarita á ættbálknum sem þráhyggju, sér í lagi þegar sá síðarnefndi talaði um að fara inn í frumskóginn og búa á meðal fólksins – sem nær svo hámarki þegar Mascarita hverfur einn daginn. Machiguenga­fólkið var hverfandi ættbálkur, fyrst og fremst vegna vestrænna inngripa, og sögur þess myndu hverfa með því. Mascarita var bálreiður vegna truflana nútímasamfélagsins, hann fór inn í frum­ skóginn og var samþykktur inn í ættbálkinn. Enn fremur gerðist hann sögumaður, heilagasti maðurinn á meðal fólksins. Mascarita hafði reynt að endursegja sögurnar öðrum einstaklingi nútímans, aukinheldur með því að bæta eigin skilningi við þær. Sam­ kvæmt Benjamin er frásagnarlist sú list að endurtaka sögur og hún „glatast þegar enginn man sögurnar lengur. Hún glatast af því að menn eru ekki lengur að vefa og spinna meðan þeir hlusta“ (WB: 256). Munn­ mælasögur eru sífellt þróaðar og endurbættar, meðan skrifaðir textar líkt og skáldsögur eru fastmótaðir og óbreytanlegir sem fyrirbæri, nema þá í túlkun viðtakenda – en orðin sjálf breytast ekki. Áður en Mascarita hvarf var hann sögumaður án áheyrenda. Jafnvel hans nánasti vinur hafði ekki áhuga. Rithöfundurinn var – fram að því augnabliki þegar hann barði ljósmyndina augum – venjulegur skáldsagnahöfundur í leit að stórtækari víddum fyrir listsköpun sína. En hann bjó ekki yfir þeirri „auðlegð“ að miðla reynslu (WB: 247). Benjamin leggur sérstaka áherslu á þennan þátt frásagnarlistarinnar; arfleið reynslu og ráðlegginga. Frásagnir ættbálka og frumbyggja bera ekki aðeins með sér listrænt gildi heldur eru oftar en ekki gagnlegar og miðla hagnýtri visku:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.