Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 77

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 77
F r á s a g n a r l i s t o g f j ö l m e n n i n g a r l e g u r s k i l n i n g u r TMM 2011 · 2 77 vestrænni menningu og kanónu, sérstaklega vegna menntunar sinnar. En á árum áður hafði hann veitt Machiguenga­fólkinu athygli, eða réttara sagt sögumönnunum, þ.e. stuttu eftir hvarf Mascarita. Rithöf­ undurinn hafði reynt að skrifa skáldsögu um ættbálkinn og sögumenn hans en komst ekki langt: „Alveg síðan ég gerði mínar árangurslausu tilraunir í byrjun sjöunda áratugarins til að skrifa um sögumenn Machiguenga­fólksins, hafði viðfangsefnið aldrei horfið frá hugskots­ sjónum mínum“ (MVL: 156). Rithöfundurinn las um og stúderaði ætt­ bálkinn en: „Aldrei, í neinum af þessum samtímaverkum, fann ég neitt um sögumennina“ (MLV: 157). Að auki getum við nú séð út frá minn­ ingum hans að hann hafði eitt sinn brennandi áhuga á Machiguenga­ sögumönnunum: Af hverju minntust nútímamannfræðingar aldrei á sögumennina? […] Ég sá á ný að aldrei voru þeir gerðir að umtalsefni, meira að segja ekki í framhjáhlaupi, þessir ráfandi frásagnarmenn, sem mér virtust vera fegurstu og dýrmætustu eintök þessa fólks, fjöldinn aðeins handfylli, og höfðu, á einhvern hátt, mótað þessa forvitnilegu tengingu milli Machiguenga­fólksins og starfsgreinar minnar (og það sem meira er, einfaldlega lífs míns) (MVL: 156). Ástæðan fyrir því að þeir voru aldrei gerðir að umtalsefni var sú að enginn hafði nokkurn tímann séð eða heyrt um sögumann á meðal Machiguenga­fólksins. En Mascarita vissi af þeim. Tveimur áratugum síðar hafði Rithöfundurinn umsjón með sjón­ varpsþætti sem kallaðist „Babelsturninn“. Í eitt skiptið var farið í leiðangur inn í frumskóga Amasón, og honum tókst að sannfæra framleiðendurna um að gera skyldi þátt um Machiguenga­fólkið en sagði þeim ekki frá því að takmark hans væri að komast í kynni við sögumann. Hann ferðaðist með tveimur mannfræðingum frá einni ættbálkabyggð til annarrar, festi líf fólksins á filmu en fann engar vís­ bendingar um sögumenn. Þegar hann spurði einn höfðingjanna um þá fékk hann þau svör að enginn slíkur væri á meðal Machiguenga­fólksins. Rithöfundurinn uppgötvaði þá að frumbyggjarnir veittu aðkomufólki ekki fullan aðgang að menningu sinni og myndu eflaust aldrei gera það, jafnvel þótt sumar byggðirnar hefðu fengið vestrænt menntakerfi og væru í töluverðu sambandi við siðmenninguna. Sögumaður var í þeirra augum heilagur, þeirra tenging við sögu, goðsagnir, siði og þjóðfélag. Á því mætti ekki verða röskun. Rithöfundurinn sá hvorki né hitti Machiguenga­sögumann. Hann gaf loks draum sinn upp á bátinn og hætti að reyna að skrifa skáldsöguna. Þegar árin liðu varð ættbálkurinn æ móðukenndari í huga hans; hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.