Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 86

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 86
H e i m i r Pá l s s o n 86 TMM 2011 · 2 Doch lispelt’ ich Ihr sprachlos zu, Und rauschte mit den Rosenbändern: Da wachte Sie vom Schlummer auf. Sie sah mich an: Ihr Leben hing Mit diesem Blick’ an meinem Leben, Und um uns ward’s Elysium. En Klopstock hafði líka næmi til þess að sjá hvenær átti að láta klassíkina lönd og leið. Og það gerði hann í þeirri óðu sem nú skal rædd. Smákvæði þetta, eins og Jónas hefði kallað það, sem þau Werther og Lotta höfðu hrifist af orti Klopstock ekki í Kaupmannahöfn heldur í Lyngby í Danmörku. Þar átti hann sér athvarf og þangað hafði hann sem oftar leitað innblásturs í náttúrunni vorið 1759. Kvæðið birtist í tímaritinu Der nordische Aufseher sama ár og vakti mikla athygli. Það ber heitið „Die Frühlingsfeier“, Vorhátíð eða Vorfögnuður og er talið marka spor í þýskri ljóðlist því það sé fyrsta fullburða ljóðið sem ort er undir algerlega frjálsu formi, rímlaust og með óreglulegum ljóðlínum. Í fyrstu gerð kvæðisins var erindaskipting óregluleg en hér er fylgt lokagerðinni þar sem skáldið hafði skipað öllu í fjögurra lína erindi. Ljóðið er óbundið en býr þó að mjög strangri myndbyggingu eða formgerð. Skáldið hefur gengið út í náttúruna til að gera bæn sína, votta sköpunarverkinu virðingu. Og snilli og yfirvegun skaparans sér hann ekki síst í hinu smáa. Þess vegna styðst hann við lýsingu Jesaja: „Sjá, þjóðirnar eru sem dropi í vatnskjólu og metnar sem ryk á vogarskálum. Sjá, ey löndunum lyftir hann upp eins og duftkorni.“ (Jes. 40:15) Hann tekur um leið að sjálfsögðu undir við frægt enskt skáld, Alexander Pope, um að maðurinn eigi að líta sér nær, „The proper study of mankind is MAN“, sagði Pope. Klopstock beinir sjónum frá hæðum að hinni smæstu einingu sköpunarinnar. Fyrir sjónum hans verður grasmaðkur undursamlegt dýr – en hugsanlega sálarlaust og þar með ekki eilíft. Þó er aldrei að vita, segir skáldið og hann sem leiðir mig „hinn myrka Dauðadal“, hann mun einnig veita okkur fullvissu þegar og þann veg sem honum þóknast. Víðar er gripið niður í heilagri ritningu með beinum eða óbeinum tilvísunum, til að mynda er eyðandinn sem vikið er að í „Vorfögnuði“ kominn úr annarri Mósebók þar sem boðað er að „Drottinn mun fara yfir landið til þess að ljósta Egypta. Hann mun sjá blóðið á dyratrénu og báðum dyrastöfunum, og mun þá Drottinn ganga fram hjá dyrunum og ekki láta eyðandann koma í hús yðar til að ljósta yður.“ (2. Mós. 12:23)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.