Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 94

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 94
H a u k u r I n g va r s s o n 94 TMM 2011 · 2 burð. Sú þekking hefur reyndar komið sér til góða en þarna vildi ég vita hvað væri að gerast núna. Í framhaldinu flutti ég til Kaup­ mannahafnar og bjó þar í tvö ár og kynntist krökkum í Rithöf­ undaskólanum sem voru að leika sér mjög mikið með formið og voru dáldið tengdir inn í mynd­ listarheiminn. Það var á því tíma­ bili sem ég skrifaði ljóðin sem birtust í Ljóðum ungra skálda. En ég hef alltaf skrifað og fengist við myndlist samhliða.“ Þegar Ljóð ungra skálda kom út skrifaði Geirlaugur Magnússon: „Það má skilja á viðtölum við rit­ höfunda að ljóðagerð sé í mikilli lægð, jafnvel yfir Grænlandshafi um þessar mundir. Fáir lesi ljóð, enn færri yrki ljóð og í ljóðum gerist ekkert nýtt. […] Nýútkomin ljóð ungra skálda sýna þó að enn er ort og það á stundum býsna vel.“4 Þó að Geirlaugur og fleiri hafi fagnað útkomu bókarinnar þá vakti hún ekki þá athygli sem margir höfðu vonað að hún gerði. Bókin var engu að síður mikilvæg fyrir þau skáld sem voru að vaxa úr grasi því að þau vissu a.m.k. hvert af öðru eftir útkomu hennar. Kristín segir t.a.m. að hún hafi lesið samtímaljóðlist en ekki haft nein kynni af ljóðum eftir fólk af sinni kynslóð fyrr en safnið kom út, þar hafi hún t.d. lesið Steinar Braga í fyrsta sinn og það hafi haft mikil áhrif á hana. Bókin varð líka til þess að henni var boðið að taka þátt í upplestrum á vegum Nýhils en forsprakkar félagsskaparins, þeir Haukur Már Helgason og Eiríkur Örn Norðdahl, áttu báðir ljóð í bókinni. Nýhil kynnti uppákomur sínar undir yfirskriftinni Ljóðapartí, kvöldin voru yfirleitt fjölsótt og lífleg og þar tróðu gjarna upp tónlistar­ og myndlistarmenn í bland við skáldin. Nefna mætti fleiri hópa og einstaklinga sem stóðu fyrir líflegum ljóða­ samkomum 2002–2004, t.d. Aginíu, Malbik og Benedikt Lafleur sem skipulagði Skáldspírukvöld, auk þess sem ljod.is var mikilvægur vett­ vangur í netheimum. Það var eins og ljóðagerðin væri að rísa úr þeirri lægð sem Geirlaugur lýsti og e.t.v. var breytt afstaða til ljóðsins endanlega staðfest þegar Edda Hvað heita svona klappstýrudúskar fyrir vonda? Blek á pappír 2011.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.