Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 98
H a u k u r I n g va r s s o n
98 TMM 2011 · 2
verkum mínum; þar er ógn og þar
er kvíði.“
Annað einkenni á höfundar
verki Kristínar er þörf fyrir að gefa
orðum og hlutum nýja merkingu.
Þetta má meðal annars sjá á því
hvernig þekkt kennileiti í Kaup
mannahöfn taka umbreytingum
í Kjötbænum og það sama á við
um jakuxa sem verða í hugarheimi
Kristínar uppspretta lita sem menn
eru ófærir um að skynja:
„Á þessum tíma fannst mér
eins og fólk væri alltaf að njörva
sig niður í þekkingu sína, finna
sér öruggan stað í heiminum.
Sjálf fór ég ekki í menntaskóla
og kláraði ekki grunnskóla og af
þeim sökum var ég kannski með
ákveðna komplexa. Ég vissi oft
og tíðum hluti sem aðrir vissu ekki en hafði ekki hugmynd um annað
sem allir aðrir virtust hafa á hreinu. Þegar maður fer hefðbundna leið
gegnum skólakerfið, grunnskóli, menntaskóli, háskóli, þá á maður
hlutdeild í sameiginlegri þekkingu en fari maður út af þessari braut og
kemur síðan til baka þá býr maður yfir þekkingu sem þykir á skjön og
enginn vill tala um. Ég hafði þörf fyrir að taka einhver atriði sem fólk
vill hafa á hreinu og eyðileggja það fyrir því. Ég hef þörf fyrir að jagast í
raunveruleikanum og gera hann framandlegan.“
„annarskonar sæla / hvernig“
Árið 2005 gaf Nýhil út bókaflokk sem nefndist Norrænar bókmenntir,
bækurnar voru alls níu og átti Kristín þá sjöttu í röðinni auk þess sem
hún annaðist kápuskreytingar ásamt Örvari Þóreyjar og Smárasyni.
Bók Kristínar nefnist Húðlit auðnin og er safn tengdra smáprósa, rétt
eins og Kjötbærinn, en segja má að þar stígi Kristín skrefi lengra frá
þeim raunveruleika sem íslenskir lesendur lifa og hrærast í alla jafna.
Sögusviðið er hálfgerð staðleysa; höll úti í miðri eyðimörk þar sem tvær
manneskjur eiga í einhvers konar ástarsambandi sem einkennist af tog
streitu og valdabaráttu:
Póstkort frá Rússlandi. Blönduð
tækni á pappír 2011.