Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 100

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 100
H a u k u r I n g va r s s o n 100 TMM 2011 · 2 saklaus. Eitt af táknunum sem ég vann með bæði í bókinni og mynd­ listinni á þessum tíma var altarið sem getur á okkar tímum ekki staðið fyrir annað en einhvern fáránleika því að ég fæddist inn í heim sem er fullkomlega vísindatrúar og rökvís. Við losnum samt ekkert við þörfina fyrir að trúa og þess vegna erum við vísindatrúar; við lesum Lifandi vísindi eins og Biblíuna.“ Við sitjum á plaststólum með sinn hvorn kokteilinn og horfum á höllina skreytta með eldi. Á himninum skín sólin skæru í miðjunni. Niður líkama þinn lekur efsta lag húðarinnar og svo lag fyrir lag. Þú ert að bráðna. Á end­ anum er ekkert eftir nema beinhvít undirstaða þín, þá sting ég fingrum mínum á milli gagnaugabeinanna og þukla innviði höfuðs þíns. Finn agnarsmáan holdsveik­ an indjána sem ég sleppi lausum.11 Eftir útgáfu Húðlitrar auðnarinnar gerði Kristín nokkurn fjölda gjörn­ inga ásamt myndlistarkonunni Ingibjörgu Magnadóttur, í þeim beittu þær tækjum leikhússins óspart og sýndu meðal annars gjörningana „Blindir sýna“ og „Afríkanskur kvenprestur“ á sviði Tjarnarbíós í desember 2005.12 Gjörningar Kristínar og Ingibjargar vöktu nokkra athygli og sýndu þær meðal annars á stórtónleikunum Ertu að verða náttúrulaus? í Laugardalshöll 7. janúar 2006 en tónleikarnir voru haldnir til að andæfa stefnu íslenskra stjórnvalda í virkjunarmálum. Árið 2008 kom út fyrsta bók Kristínar sem segja má að innihaldi hefðbundin ljóð, hún nefnist Annarskonar sæla og skiptist í fimm ljóðaflokka; „Leiðin“, „Ástin og eilífðin“, „Kynlíf og dauði“ og „Stóri hvíti maður“. Fyrsti flokkur bókarinnar er sefandi eins og mantra, í honum er síendurtekið stef sem bókin heitir eftir og er grípandi eins og popplag sem maður fær á heilann.13 „Ég skrifa mikið af svona hefðbundnari ljóðum en birti þau sjaldnast, ég er ofboðslega upptekin af heildarmyndum og mér finnst mjög erfið tilhugsun að gefa út ljóðabók með stökum ljóðum með titli. Ég á samt fullt af þannig ljóðum sem ég les stundum upp og það finnst mér reyndar vera heilmikill partur af bók eins og Annarskonar sælu – að fá að koma og lesa upp úr henni því hljómfallið í ljóðunum er mjög stór hluti af þeim. En þetta er sú af bókum mínum sem ég hef haft mestar efasemdir um. Kannski vegna þess að mér finnst ég vera berskjölduð í þessu formi, ljóðmælandinn einkalegur á meðan ég get hugsað um Kjötbæinn og Húðlita auðnina eins og skáldsögur um einhverjar aðrar týpur en þær eru auðvitað alveg jafn persónulegar.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.