Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Qupperneq 102

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Qupperneq 102
H a u k u r I n g va r s s o n 102 TMM 2011 · 2 Bleikgljáandi kóralrifin Smásagnasafnið Doris deyr kom út fyrir síðustu jól. Í því eru tíu sjálf­ stæðar sögur sem þó má tengja á ýmsa vegu, t.d. skjóta mótíf eins og fossar og kórallar endurtekið upp kollinum. Á yfirborðinu eru flestar sagnanna raunsæislegar; í sögunni „Evelyn hatar nafnið sitt“ greinir t.d. frá Evelyn, ungri stúlku sem styttir sér stundir með því að fylgjast með hörðum heimi unglinga út um gluggann meðan hún passar systur sína fyrir einstæða móður þeirra. Í sögunni er fjallað um misræmið milli andlegs og líkamlegs þroska og þau vandamál sem það hefur í för með sér fyrir barn að taka á sig skyldur fullorðinnar manneskju á heimili. Um leið þarf Evelyn að fóta sig í samfélagi unglinga þar sem allt tekur örum breytingum og lesandanum verður fljótt ljóst að hún getur ekki verið áhorfandi í skjóli bak við glerið öllu lengur. Af svipuðum toga er sagan „Staðsetja, útvega, flokka, raða og varðveita“ þar sem byrjað er á því að lýsa nokkrum óbærilegum vikum í lífi átján ára stúlku meðan hún starfar á elliheimilinu Grund umkringd elli, veikindum og dauða. Þvert gegn vilja móður sinnar og umhverfisins almennt segir hún vinnunni lausri og skömmu síðar kynnist hún Sindra, óþreytandi safnara sem á beinagrindur flestallra dýra Íslands. Á kafla verður atburðarásin óvenjuleg án þess þó að verða órökleg eða óhugsandi. Eftirfarandi orðaskipti eiga sér stað þegar aðalpersónan heimsækir Sindra í kjallarann á heimili hans þar sem safnið er að finna: Mig vantar alltaf eitthvað, sagði hann og leit óvenjulega lengi í augun á mér, það er stöðugt ástand, frá því ég vakna og þangað til ég sofna. Og meira að segja líka þegar mig dreymir, þá er ég að leita að einhverju sem vantar. Ef það er góður draumur finn ég það á endanum en martraðirnar ganga yfirleitt út á að það sem mig vantar er ekki til. Viltu meira kaffi? Ég hristi hausinn og sagðist bráðum þurfa að drífa mig. Í fyrsta skipti síðan ég hitti hann hvarflaði að mér að hann væri að reyna við mig, að hann vantaði kannski mig. En hvað ætlaðirðu að sýna mér? spurði ég varlega og hann tók lokið af öskj­ unni, dró upp úr henni hauskúpu sem var eins og úr manneskju nema kannski aðeins minni. Settu hnefann inn í hana, sagði hann brosandi og ég horfði bara á hann, hissa á þessari beiðni og vildi fá að vita úr hvaða dýri hún væri, hvort hún væri úr apa. Ég segi þér það ef þú stingur hendinni inn í hana, sagði hann og ég hlýddi. Hönd­ in á mér passaði í hauskúpuna og ég sneri henni svoleiðis að andlitið vísaði að mínu, stakk fingrunum út úr augntóftunum og spurði aftur úr hvaða dýri hún væri. Hún er úr lítilli telpu, fimm ára. Þú ert með höndina þar sem hún geymdi skynjunina. Allan heiminn hennar! sagði hann og ég stirðnaði upp, lagði hana aftur ofan í kassann eins hægt og ég gat.16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.