Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 109

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 109
Á d r e p u r TMM 2011 · 2 109 konum betur inn í meginstraumfallið, þannig að þær skeri sig ekki úr, meira en góðu hófu gegnir. Gyrðir Elíasson benti á í Kiljunni að íslensk bókmennta­ umræða væri löt, allir þyrftu að ganga eftir sömu snúrunni til að fá inni í um­ ræð unni. Frávik eru ekki vel séð. Og staðreyndin er sú að konur hafa alla tíð átt erfitt með að staðsetja sig í bók­ menntum. Núverandi menntamálaráð­ herra, Katrín Jakobsdóttir, sagði skemmtilega frá því í ávarpi á áður­ nefndu málþingi um Guðrúnu frá Lundi að Guðrún hefði eitt sinn verið spurð hvar hún staðsetti sig í íslenskum bók­ menntum. – Hvergi náttúrlega, svaraði hún. Bókmenntastofnunin er byggð á feðraveldiskenningum og er því byggð upp sem valdapíramídi. Samkvæmt píramídanum eru hinir valdamestu staðsettir efst og ráða yfir þeim sem neðar eru. Valdið minnkar eftir því sem neðar dregur en að sama skapi eykst fjöldi fólksins. Neðst sitja hinir valda­ lausu og hafa ekkert um bókmenntir eða kenningar þeirra að segja. Þarna er að finna konur sem hefur verið þrýst niður með valdi sem bókmenntastofn­ unin tók sér og hikaði ekki við að beita. Konur verða sífellt að minna á þennan veruleika. Einnig á því herrans ári 2011. Sigurður A. Magnússon fór hamförum árið 1964 í dómi sínum um ,,kellingarn­ ar“ sem þóttust kunna að skrifa og svo virðist sem sá dómur lifi góðu lífi í dag. Nöfn kvenna hafa illa ratað í bók­ menntasögur og hin mikla fimm binda bókmenntasaga Máls og menningar sem út kom á árunum 1992–2006 segir sína sögu um feðraveldið. Reynsla kvenna og sjónarmið þeirra hafa alltof lítið verið tekin til greina þegar leitað hefur verið hins sammannlega. Nefna má nöfn t.d. Ingunnar frá Kornsá, Guðrúnar Borg­ fjörð, Guðbjargar frá Broddanesi og Ólínu Jónasdóttur. Verk þessara kvenna hafa lifað góðu lífi með bóklestrarfólki allt fram á þennan dag þótt illa hafi þau ratað í skáldatöl. Allt þarf að skoða í sögulegu sam­ hengi. Feðraveldisfyrirkomulag býður upp á misbeitingu valds og undirokun kvenna. Það ríkir töluvert enn af feðra­ veldinu í samfélaginu Íslandi, þótt það sé mönnum oft ómeðvitað. Það er bara þarna, innbyggt frá gamalli tíð. Konur og karlar, höldum vöku okkar. Við megum alls ekki spila með. Kærar þakkir færum við 27­menningunum fyrir að vekja umræðuna úr dái. Sigurjón Baldur Hafsteinsson Hofmóðugur arkitekt Í síðasta hefti Tímarits máls og menn- ingar birtist grein eftir Hjörleif Stefáns­ son arkitekt. Greinin ber heitið „Aka­ demískt torf“ og er meginefni hennar til komið vegna greinar á ensku sem ég birti á Þjóðarspegli 2010 við Háskóla Íslands og nefndi „Museum politics and turf­house heritage.“ Hjörleifur finnur greininni flest til foráttu, heldur því fram að ég hafi skrifað greinina „af lít­ illi þekkingu“ og að hún varpi „alls ekki ljósi á þau málefni sem henni er ætlað að fjalla um og víða [séu] dregnar rang­ ar ályktanir.“ Og vegna þessa setur að honum „kjánahroll“ við lesturinn á grein minni. Skemmst er frá því að segja að flest af því sem hann segir um grein mína er rangt og er engu líkara en maðurinn skilji ekki greininguna sem ég legg fram. Í upphafi greinarinnar segi ég berum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.