Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 111
Á d r e p u r
TMM 2011 · 2 111
eru yfirleitt taldir með lélegri húsakynn
um sem í boði eru. Klifað var á því
opinberlega að eina vitið væri að byggja
hús úr steinsteypu en í Morgunblaðinu
árið 1925 er því til dæmis haldið fram
að þjóðin lifi eftir þeirri kenningu að
„rífa [eigi] torfbæina og reisa [eigi]
steinhús í staðinn“.5 Svo rammt kvað að
þessari kenningu að þegar Geir Hall
grímsson, borgarstjóri Reykjavíkur,
skrifar grein í tilefni af tuttugu og fimm
ára afmæli Byggingarfélags verkamanna
árið 1964 er engu líkara en að torfhúsin
hafi aldrei verið til og hvað þá verið
helsti húsakostur þjóðarinnar í 1100 ár!
En Geir segir orðrétt: „Áratugum saman
hafa húsnæðismálin verið eitt helzta
vandamálið, sem við Íslendingar höfum
átt við að glíma. Það var raunar ekki að
undra, þar sem við höfum einmitt þessa
áratugi þurft í raun og veru að byggja
upp allan húsakost þjóðarinnar, sem
enginn var fyrir, þegar aðrar þjóðir, sem
við höfum samskipti og berum okkur
saman við, byggja í þessum efnum á arfi
margra liðinna kynslóða og standa
þannig á gömlum merg.“6
Hjörleifur staðhæfir einnig í grein
sinni að ég : „telji Þjóðminjasafn Íslands
hafa unnið „fagurfræðilegt ódæðisverk“
á torfhúsaarfi þjóðarinnar“ (bls. 72).
Hjörleifur gerir hér tilraun til þess að
þýða og leggja út af eftirfarandi orðum
mínum: „Í þessari grein langar mig til
þess að leggja áherslu á það sem verk
efnið um Ís lenska bæinn kallar „fagur
Frá forvörslumeðferð á elstu torfminjum landsins fyrir Landnámssýninguna „Reykjavík
871 ± 2.“ Í grein sinni heldur Hjörleifur því fram að torfbæir hafi verið „óheilsusam-
legir“ og staðhæfir hann að þrátt fyrir að „sífelldar“ endurbætur hafi verið „inngrónar
í byggingarhefðina“ þá þurfi viðhorfsbreytingu þegar bæirnir eru teknir til varðveislu.
En hversu langt eru menn tilbúnir að ganga í viðhorfsbreytingum gagnvart efninu?
Hjörleifur var í forsvari fyrir því verkefni að breyta elstu torfminjum landsins í frauð-
steypu.3 Mynd Per Thorling Hadsund.