Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 112

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 112
Á d r e p u r 112 TMM 2011 · 2 fræðilegar yfirsjónir“ opinberra aðila, eins og Þjóðminjasafns Íslands“ (bls. 268). Eins og komið hefur fram er grein mín skrifuð á ensku og hefur Hjörleifur talið sig sjálfan knúinn til að þýða „aesthetic atrocity“ í stað þess að leita uppi íslensku útgáfuna. Hann kýs að nota „ódæðisverk“ í stað „yfirsjóna“. Yfirsjónir er vissulega neikvætt orð en í því felst ekki að verk hafi verið unnið af illum og ráðnum hug eins og ódæðis­ verk gefur sterklega í skyn. Yfirlýsing Hjörleifs um að ég „fullyrði“ að Þjóð­ minjasafn Íslands hafi framið „hryðju­ verk“ (bls. 72) í þessum málaflokki er því ómaklegur tilbúningur hans. Hverjir eru sérfræðingarnir? Hjörleifur heldur því fram að ég sé þeirrar skoðunar að „Þjóðminjasafn Íslands valdi spjöllum á torfhúsaminj­ um þjóðarinnar með röngum vinnu­ brögðum og skilningsleysi á eðli torfs sem byggingarefnis og vanmati á fagur­ fræðilegu gildi þess“ (bls. 72–73). Hér er um grófa mistúlkun Hjörleifs að ræða og með engu móti held ég þessu fram í grein minni. En til þess að undirbyggja þessa túlkun sína á orðum mínum kall­ ar hann til sögunnar nokkra áhrifa­ mikla aðila í sögu minjaverndar torf­ bæja hér á landi. Hann segir: „starfs­ menn Þjóðminjasafnins, Matthías Þórð­ arson, Kristján Eldjárn, Gísli Gestsson og Þór Magnússon stjórnuðu ferðinni [í viðhaldi gamalla torfhúsa og], þeir réðu [bændur í viðkomandi héraði] til starfa og skrifuðu skýrslur og greinargerðir um störf þeirra“7 (bls. 74). Auðvitað má það til sanns vegar færa að án aðkomu þessara embættismanna sem Hjörleifur nefnir hefði margt verið öðruvísi en er í dag og vafalaust ýmislegt glatast án inn­ grips og starfs þeirra. Það þýðir hins vegar ekki að störf þeirra séu yfir gagn­ rýni hafin. Þvert á móti tel ég að mjög gagnlegt geti verið að skoða þau störf og meta út frá ríkjandi áherslum hverju sinni. Sé starf Kristjáns Eldjárns skoðað með tilliti til þessa málaflokks sést til að mynda hvernig hann hefur látið til sín taka á þessu sviði. Af dagbókarfærslum hans má ráða að hann sýnir skilning á gildi torfbæjarvarðveislu en þó blandast inn í það mat stigveldisröðun á gildi bæja og nytsemi þeirra fyrir uppbygg­ ingu Þjóðminjasafnsins í Reykjavík. Sem dæmi um það fyrra segist hann á tímabilinu 25. maí–13. júní 1948 hafa farið „út í Laufás og skoðað […] bæinn þar, sem nú er heimild til að halda við. Hann er stór og virðulegur, og viðir sterkir og ófúnir, en veggir og þök herfi­ lega illa farin. Ég er satt að segja enn þá óráðinn í, hvort ég mæli með að bænum verði haldið við. Mér þykir hann eigin­ lega alltof nærri Grenjaðar staðabæ. Hins vegar verður því ekki á móti mælt að Laufásbær er skemmtilegri en Grenjað­ arstaðir, sem satt að segja hefur fátt til síns ágætis annað en stærðina.“ Og í júní 1952 hefur hann farið að Garðsá í Eyjafirði: „Á Garðsá stendur um 100 ára gömul baðstofa ágæt, gæti komið til mála að kaupa hana og setja upp á safn­ inu.“ Hér verður að taka með í reikning­ inn takmörk uð fjárráð safnsins til þess að sinna þessu starfi, enda augljóst af dag bókar færslum Kristjáns að safnið var fjársvelt svo ekki var hægt að bæta við fleira starfsfólki til að sinna safna­ starfi, hvað þá að halda úti slíku starfi á landsbyggðinni í tengslum við safngripi á borð við torfbæi. Það sem er athyglis­ vert við dagbókarfærslur Kristjáns er að þar kemur aldrei fram mynd af því sam­ hengi og hlutverki sem torfbæjunum er ætlað að þjóna. Kristján orðar það til að mynda aldrei að mikil eftirsjá sé að þessu byggingarlagi. Það er hins vegar augljóst að hann ber skynbragð á að hér sé um hverfandi byggingarlag að ræða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.