Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 113
Á d r e p u r TMM 2011 · 2 113 og gerir sér grein fyrir gildi þess að torf­ bæjum sé lýst með orðum. Á einum stað á ferðalagi hans um Öræfi árið 1952 er til að mynda mjög áhugaverð lýsing eftir heimsókn að Hnappavöllum en þar kemur fram þráður sem má finna víða í blaðaskrifum annarra á þeim tíma um nytsemi þess að halda í forna bygg inga­ list. En þau skrif ganga þvert á þjóðern­ isverkefnið sem ég nefndi að framan: Drakk kaffi á Fagurhólsmýri, en þaðan fór ég fljótlega að Hnappavöllum til þess að finna Pál alþm Þorsteinsson, sem þar býr félagsbúi móti bróður sínum Gunnari. Hafa þeir reist þar steinsteypt hús, sem er sæmilega vandað, en þó varð mér þarna kaldara en ég man til að mér hafi orðið lengi. Engin upphitun er í þessu húsi fremur en annars staðar hér í Öræfum önnur en rafmagnshitun með lausum litlum ofnum, en rafmagn hins vegar frá litlum heimastöðvum, sem ekki endast til meira en ljósa og suðu. Því norpaði ég í ískaldri stofu allt kvöldið og var svo að ég gat hvorki hugsað né talað, svo leið mér ónotalega. Þetta varð mér hugleiðingarefni: Eru ekki torfbæir, með ýmsum endurbótum, sem tækni og efni nútímans leyfa, miklu betri vistarverur í sveitum landsins en þessi köldu og snauðu steinhús. Keyrir ekki stein­ steypuæðið langt úr hófi?8 Í grein minni held ég því fram að „meirihluti starfsmanna Þjóðminjasafns Íslands, sem tekið hafa ákvarðanir og starfa við viðhald torfbygginga, hafa verið menntamenn og/eða embættis­ menn með litla eða enga reynslu af því að byggja torfhús“ (bls. 272). Þessi stað­ hæfing fer augljóslega fyrir brjóstið á Hjörleifi sem eyðir miklu púðri í að tíunda reynslu sína af torfvinnu. Hér kemur auðvitað að því matsatriði hvað „lítil eða engin“ reynsla þýðir, sem og hvernig beri að túlka þetta í ljósi yfir eitt hundrað ára sögu Þjóðminjasafns Íslands að varðveislumálum torfbæja. Af dagbókarfærslum Kristjáns er til að mynda augljóst að hann vinnur við það árum saman á hverju sumri að viðhalda torfhleðslum bæjarins að Stöng. Er það lítil eða mikil reynsla? Og hvernig er hægt að meta þá reynslu í samanburði við handverksmennina sem hafa í gegn­ um áratugina unnið að langmestu leyti þessa vinnu? Á engan hátt vil ég gera lítið úr þeirri skoðun embættismanna eins og Hjörleifs að þeir geti haft góðan skilning á vinnu með torf. En það er einmitt hér sem skórinn kreppir varð­ andi samneyti embættismanna og hand­ verksmanna – og grein mín fjallar um. Hér snýst málið um forræði og þekk­ ingu. En á alveg sama hátt og Hjörleifur sjálfur hefur í skrifum sínum efast um forræði og þekkingu iðnaðarmanna sem hafa unnið að viðhaldi og varðveislu torfhúsa þá hefur sá hópur manna einn­ ig sams konar efasemdir gagnvart emb­ ættismönnunum. Til að koma Hjörleifi í skilning um þetta einfalda atriði er nær­ tækast að vitna til hans eigin orða en þar kemur fram meiningamunur gagn­ vart handverkinu sem ég ræði um í grein minni sem togstreitu. Hjörleifur hélt erindi árið 1997 sem hann nefndi „Um torfbæjanna margbreytilegu nátt­ úru“. Í erindinu má meðal annars lesa eftirfarandi einkunnarorð um vinnu handverksmanna sem unnu að endur­ gerð torfbæjarins að Laufási í Eyjafirði árið 1955: „Þeir sem önnuðust viðgerð­ ina báru litla sem enga virðingu fyrir handverkinu. Markmið þeirra var að gera við húsgrindina á ódýran og haf­ kvæman [svo] hátt þannig að hún væri nógu sterk og án þess að útlit húsanna breyttist. Þeir söguðu neðan af stoðum til að nema burt fúa og skeyttu við þær eins og þeim þótti auðveldast. Ekkert var um það hirt að varðveita hanverks­ aðferðir, [svo] samsetningar, áferð eða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.