Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 118

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 118
D ó m a r u m b æ k u r 118 TMM 2011 · 2 þess sem sögukonan Jenný Alexson minnir í sífellu á sig. Framhaldsbókin ferðast því dálítið skemmtilega aftur­ ábak, þó að hún mjakist líka ofurlítið áfram í tíma, og snýr því hefðbundnum frásagnarformúlum við, því að þar er öllu algengara, ef um fjölskyldusögur er að ræða, að byrja á eldri kynslóðinni. Að þessu sögðu mætti vel fjalla um þessar tvær fyrstu bækur kvartettsins sem fjölskyldusögur og þá sérstaklega sögur af samskiptum feðga (sem eru erfið í báðum bókum og hjá öllum kyn­ slóðum), enda er á einum stað í Hand- ritinu beinlínis vísað til skrifa tékk­ neska rithöfundarins Franz Kafka um samband hans við föður sinn. Feðg­ aþráðurinn verður þó látinn öðrum eftir. Annað samfélagslegt atriði sagnanna er kreppan. Þótt tímarammi bókanna beggja sé haust 2006 og kreppan þar með ekki komin þá er hún mjög nálæg í þeirri seinni, aðallega þó í vitund les­ andans sem les bókina á krepputímum. Bragi hnýtir ofurlítið í gróðærið í Sendi- herranum (meðal annars verða kaup ljóðskáldsins á rándýrum frakka í einni fínustu herrafataverslun bæjarins ákaf­ lega táknræn í því samhengi) og heldur svo áfram að leika sér með þann þráð í Handritinu. Þetta kemur meðal annars fram í óvæntum áhuga lyfsalans nýríka Alfreðs Leós Thorarensen á að fram­ leiða kvikmynd eftir tvo hálfútbrunna kalla sem engan feril eiga að baki á þessu sviði; sá áhugi á reyndar síðan eftir að fjara út. Í síðasta hluta Hand- ritsins hamrar höfundur svo á tákrepp­ andi vandræðalegum yfirlýsingum for­ seta landsins um útrásarvíkingana og tengir fimlega átökum við Breta og Þorskastríðunum (undirliggjandi eru IceSave reikningarnir, sem voru ekki einu sinni orðnir að (tærri snilldar)hug­ mynd þá) en sagan gerist að hluta til í Hull. Að þessu leyti mætti vel flokka Handritið með hinum svokölluðu kreppubókum sem tröllriðu haustútgáf­ unni 2009 en létu minna á sér kræla ári síðar. En nei, ég ætla heldur ekki að fjalla um þennan þráð, enda er hann aðallega til staðar í annarri bókinni. Ég ætla að sleppa mér í textaleikjum og skoða skáldskapinn í sögunum, bæði hvernig hann birtist og hvernig um hann er fjallað. Þetta þýðir þó ekki að hinu félagslega verði varpað fyrir borð, þvert á móti þá ætti að vera augljóst að skáldskapur er há pólitískt fyrirbæri og snertir öll svið samfélagsins, eins og kreppan sýndi svo sannarlega fram á. Ljóð í óbundnu máli og kvikmyndahandrit Sendiherrann og Handritið eiga það sameiginlegt að vera skáldsögur sem fjalla um sköpun annars skáldskapar, nánar tiltekið ljóða­ og kvikmynda­ handrita. Sem slíkar eru þær því að ein­ hverju leyti margfætlur og bera einkenni þessara forma, þótt seint verði reyndar sagt að Sendiherrann sé ljóðræn (þó að vissulega séu greinarnar tvær sem ljóð­ skáldið Sturla Jón skrifar um ljóðahátíð­ ina næsta ljóðrænar). Hinsvegar er Handritið mjög myndræn bók, bæði hvað varðar lýsingar á kvikmyndahand­ ritinu sjálfu og þá sérstaklega það hvernig þeir félagar ímynda sér að hinn heimsfrægi aðalleikari kvikmyndarinn­ ar sjái fyrir sér atburði í kvikmynda­ handriti sem hann kemur aldrei til með að leika í, því kvikmyndahandritið fjallar um dauða hans eftir að hann lendir í uppnámi á veitingahúsi áður en kvikmyndunin hefst. Ennfremur ‘sér’ sögukonan Jenný Alexson ýmsa atburði ‘fyrir sér’ og þannig er hinn myndræni þáttur ítrekaður. Ljóðið er hinsvegar fyrst og fremst til umræðu í Sendiherr-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.