Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Qupperneq 130

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Qupperneq 130
D ó m a r u m b æ k u r 130 TMM 2011 · 2 Í fyrstu línunum er dregin upp skýr andstæða á milli Jötunheims og heim­ kynna ása, þ.e. heimsins sem Gerður til­ heyrði áður en hún var flutt nauðug til þess heims þar sem hún er nú niður­ komin. Í örfáum orðum er dregin upp mynd af þessum andstæðu heimum, í Jötunheimi gat ljóðmælandi hnoðað snjókúlur og kastað en nú gerist það aðeins í huga hennar því: Hér festir ekki snjó Brúin spennist úr iðandi grasi í gráan mökk Þar er landið mitt vafið náttkyrri værð steypt í stálkaldan ís Hér situr tungl yfir dölum og ám Heima yfir hrollköldum gljúfrum Í þessum fyrsta hluta, sem kalla má inn­ gang, er því komið á framfæri að ljóð­ mælandi er ekki „heima“ og þótt ekki séu höfð um það mörg orð kemst sökn­ uður hennar strax til skila. Fyrstu ljóð­ línurnar sýna ljóðmælanda í nútíð, fjarri heimahögum, en í öðrum hluta hverfur hún aftur til fortíðar þegar hún dvaldi örugg í föðurhúsum; „með festi úr föð­ urást“ um hálsinn. Dregin er upp falleg mynd af stúlku sem situr við „vorstillt vatn“ og dorgar: Skýjaflekar flutu um himin Sólin í djúpinu kveikti glit í gárum. En skyndilega er friðurinn rofinn: „Þá barst hnegg / um skóga / þagnaði fugl / faldi sig mús // dimmdi á / miðjum degi“. Skírnir er kominn á hesti sínum og „hvessti á mig / augun“ og ljóðmæl­ anda grunar ekki hvað hún á í vændum. Hún virðir vandlega fyrir sér hestinn og ætlar að segja bræðrum sínum „sögu af fáknum“. En Skírnir tjáir henni að: „Beðið væri / eftir brúði // Nú skyldi / tvímennt / úr tröllaheimi.“ Á næstu síðum er lýst samskiptum Gerðar og Skírnis og í þeim hluta Blóðhófnis koma beinar tengingar við Skírnismál gleggst fram og þar eru margar magnaðar hendingar sem lýsa ofbeldinu sem Gerður er beitt, enda er: „Ástin komin / með alvæpni“. Þegar Gerði er hótað að hún „skyldi dvelja / ein og ástlaus / á arnarþúfu“ með útsýni til Heljar „inn í / örfoka land / hinna dauðu“ verður henni hugsað til drottningarinnar sem þar ríkir „illskeytt / ævaforn // Andlitið / tært upp / af hatri / að hálfu // Munnur­ inn / gapandi gröf“. Sterk er myndin af drottingunni sem „hjó / uppgjöfinni / í hjarta mér // og hló að mér / um leið“. Í síðustu hendingunni beitir Gerður Kristný vísun, sem er stílbragð sem hún kann vel með að fara. Hér er vísað í Álf- areið Jónasar Hallgrímssonar og á fleiri stöðum má finna vísanir í ævintýri og þjóðsögur – auk þess sem Blóðhófnir er að sjálfsögðu í heild sinni vísun. Þriðji hluti Blóðhófnis heldur áfram þar sem Skírnismálum lýkur og ort er um skelfingu ljóðmælanda þann tíma sem hún bíður örlaga sinna eða fram að hinni níundu nótt. Sagt er frá kveðju­ stund með móður sem biður hana „að birtast sér aftur“. Gerður er sótt, henni kippt „upp á klárinn“ og för hennar til fundar við Frey er lýst á áhrifaríkan hátt: „Myrkrið skóf / yfir hjarta mér“; „Riðum skriður / óðum blóðöldur“. En í myrkrinu miðju lýsir þó minningin um móður sem „ber lykla að búri / og brjóstum manna“ og „bíður mín heima / í hamingjunnar bænum“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.