Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 131

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 131
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2011 · 2 131 Í fjórða hluta er lýst fyrsta fundi Gerðar og Freys og hinni fyrstu nótt. Mögnuð er lýsing Gerðar Kristnýjar á nauðgun jötnameyjarinnar og þjáning­ um hennar: Dagur að kvöl kominn Vígtennt myrkrið skreið yfir himinhvolfið Hrammar Freys hremmdu mig fleygðu mér innst í óttann Hann risti sár í svörð nýtt á hverri nóttu Gerður Kristný dregur upp hárbeittar og áhrifamiklar myndir13 sem vekja upp áleitnar hugsanir um líðan allra þolenda ofbeldis og nauðgana; líkaminn svíkur, erfitt er að skilja það sem gerist og ljóð­ mælandi upplifir sjálf sitt sem sundrað: „Fótur fastur / undir stól // Hönd úti / í horni // Fingurnir dreifðir / um gólfið“. En hún reynir að höndla aðstæðurnar: „Ég safnaði / mér saman // Rétti af brúnir /raðaði tönnum / reyrði inn lifur / og lungu // hnoðaði hjartað / í gang.“ Ljóðmælandi lætur þó ofbeldið ekki buga sig og að lokum hittir það gerand­ ann sjálfan fyrir: „Í gættinni / mætti ég Frey // Dauðan leit hann / svip sinn í / auga mínu // Síðan hefur hann / haldið sig fjarri / fer einförum“. Og þjáningu Gerðar fylgir líkn; hún „strekktist / yfir strák“ og barn fæðist „í blíðviðri // með lófafylli af sól“. Falleg er myndin sem dregin er upp í lok þessa hluta bókar­ innar; af Gerði sem lyftir barni sínu mót himni svo vindurinn geti mótað „skýin í mynd hans“ og feykt henni „yfir í jötun­ heim“ svo móðir hennar fái að líta son­ inn sem er: „Fagur sem fiskur í sjó!“ – þótt hann beri „úlfgrá augu“ föður síns. Í lokahluta bókarinnar spinnur Gerð­ ur Kristný óvæntan og kynngimagnað­ an endi á ljóðabálk sinn. Gerður Gymis­ dóttir heldur af stað að næturlagi með son sinn í fanginu, sest í hásæti Óðins og saman horfa þau „um heima alla“. Hún sér fyrir sér endalokin þar sem: „Frændur munu / flykkjast yfir brúna“ og „hefna / horfinna kvenna“. Hún vonar að syni sínum verði þyrmt í ragnarökum og þrýstir honum að hjarta sér því: „Þar er landið mitt / vafið nátt­ kyrri værð // steypt í stálkaldan ís“. Í lok ljóðsins má skilja að við séum aftur komin í nútíma Gerðar og ljóðabálkn­ um lýkur með tengingu við upphafs­ myndina af brúnni „sem spennist / úr iðandi grasi / í gráan mökk“ þar sem landið sem „steypt [er] í stálkaldan ís“ liggur. Gerður situr við Bifröst og bíður. Bygging ljóðabálksins er því endur­ spegluð í hinum hringlaga teikningum sem áður var minnst á. Blóðhófnir er glæsilega uppbyggður ljóðabálkur og eins og sjá má af þeim mörgu dæmum sem hér hafa verið tekin úr ljóðmáli Gerðar Kristnýjar er faglega farið með stuðla og hrynjandi og mikil hugkvæmni og ljóðrænt innsæi ein­ kennir myndsmíði skáldsins. Ljóðið nýtur sín afar vel í upplestri, ef vel er lesið ætti kraftur ljóðsins og áhrifamátt­ ur þess að komast vel til skila. Ekki er hægt að enda umfjöllun um Blóðhófni án þess að minnast á hversu fallegur gripur bókin er. Upphleypt og lituð myndin á bókarkápu sýnir hestinn sem titillinn vísar til, auk sverðsins sem Skírnir þáði af Frey fyrir för sína. Neðst í hægra horninu gapir glefsandi úlfur. Heiðurinn af myndunum og hönnun bókarinnar á Alexandra Buhl og getur hún verið stolt af sinni vinnu, ekki síður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.