Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 132

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 132
D ó m a r u m b æ k u r 132 TMM 2011 · 2 en Gerður Kristný og forlagið sem gefur bókina út. Hefð og nýsköpun Augljóslega má tengja Blóðhófni Gerðar Kristnýjar við þann straum í íslenskum samtímabókmenntum sem farið hefur vaxandi á undanförnum árum og kenna má við endurvinnslu á fornbókmennta­ arfinum. Dæmi um slíkt má finna innan allra bókmenntagerva og mörg góð og jafnvel frábær verk hafa litið dagsins ljós. Af skáldsögum nægir að benda á verk á borð við Gunnlaðar sögu (1987) eftir Svövu Jakobsdóttur, sem byggist öðrum þræði á róttækri endurtúlkun á nokkrum erindum Hávamála (svoköll­ uðum Gunnlaðarþætti), Morgunþulu í stráum (1998) og Sveig (2002) eftir Thor Vilhjálmsson, þar sem efni er sótt til Sturlungu, líkt og Einar Kárason gerir í Óvinafagnaði (2001) og Ofsa (2008). Þórunn Erlu Valdimarsdóttir spinnur í kringum plott og persónulýsingar úr Njálu og Laxdælu í glæpasögum sínum Kalt er annars blóð (2007) og Mörg eru ljónsins eyru (2010) og einnig má nefna sögur Vilborgar Davíðsdóttur, nú síðast Auður (2009) sem segir af lífi Auðar djúpúðgu áður en hún nam land á Íslandi. Af leiksviðinu má nefna Orms- tungu þeirra Benedikts Erlingssonar og Halldóru Geirharðsdóttur, Mr. Skalla- grímsson eftir Benedikt, Brák Brynhild­ ar Guðjónsdóttur og ýmis leikverk Sveins Einarssonar og Bandamanna sem meðal annars settu upp sýningu sem byggð er á Skírnismálum, líkt og Blóð- hófnir. Af barna­ og unglingabókum koma upp í hugann bækur þeirra Bryn­ hildar Þórarinsdóttur og Margrétar Laxness unnar upp úr Njálu (2002), Eglu (2004) og Laxdælu (2006)14 og bækur Friðriks Erlingssonar um þrumuguðinn Þór (2008, 2010). Teiknimyndasögur sem byggjast á norrænum goðsögum hafa komið út og einnig má nefna bækur þeirra Emblu Ýrar Bárudóttur og Ingólfs Arnar Björgvinssonar sem byggðar eru á Njálu og eru orðnar fjórar (2003–2007). Þá hafa mörg íslensk ljóðskáld sótt sér innblástur til fornbókmennt anna og myndu fylla margar bækur væru þau kvæði og ljóð saman tekin.15 Gerður Kristný hefur áður lagt fram sinn skerf til þessa straums með ljóðum á borð við „Vísur Hallgerðar“ og „Til Skírnis“ (Ísfrétt, 1994) „Bergþóra“ (Launkofi, 2000), „Hallgerður í Lauga­ nesi“ og „Dauðastríð Egils“ (Höggstaður, 2007) og kannski má segja að í þeim ljóðum megi sjá vísi að þeirri sterku feminísku sýn sem einkennir Blóðhófni. Ljóðið „Til Skírnis“ sýnir að efni Skírn- ismála hefur lengi leitað á skáldið og til­ brigði við lokaorð þess ljóðs, „Dauðan lít ég svip minn / í sverði þínu“, er að finna í Blóðhófni: „Dauðan leit ég / svip minn / í sverði drengsins“ (vísar til Skírnis) og „Dauðan leit ég / svip minn / í auga dýrsins (vísar til hestsins) og að síðustu: „Dauðan leit hann / svip sinn í / auga mínu“ (vísar til Freys). Af þeim bókum sem ég nefni hér að ofan finnst mér nánasti skyldleiki Blóð- hófnis vera við Gunnlaðar sögu Svövu Jakobsdóttur. Í báðum þessum verkum er sett fram ný, róttæk og feminísk sýn á frásagnir af jötnameyjum sem sagt er frá í eddukvæðum. Og báðar hafa þær sterka skírskotun til málefna sem brenna á okkar samtíma. Hvað það varðar má einnig tengja þessi verk við Gerplu Halldórs Laxness. Slíkar bækur eru stórtíðindi í íslenskri bókmennta­ sögu. Tilvísanir 1 Þá eru fyrstu 27 erindin, að undanskildu því 18., einnig varðveitt í handritinu AM 748 I 4to þar sem þau kallast Skírnismál. 2 Sjá nánar um kvæðið, Gísli Sigurðsson (rit­
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.