Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Qupperneq 133

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Qupperneq 133
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2011 · 2 133 stjóri). Eddukvæði. Reykjavík: Mál og menn­ ing 1998, s. 93–94. Allar beinar tilvitnanir í Skírnismál vísa til þessarar útgáfu og er kvæðið að finna á síðum 84–93. 3 Sjá Terry Gunnell. „Skírnisleikur og Freys­ mál. Endurmat eldri hugmynda um „forna norræna helgileiki“ Skírnir, (haust) 1993, s. 421–459. 4 Sjá http://www.sagenhaftes­island.is/hof­ undur­manadarins/nr/1540 (skoðað 26. apríl 2011). 5 Sjá áður tilvitnað rit í útgáfu Gísla Sigurðs­ sonar. 6 Terry Gunnell 1993. 7 Í skýringu segir: „Sá ástarfundur Gerðar og Freys sem hér er heitið hefur verið tengdur við frjósemisblót á vori þegar sólin (Skírnir, þ.e. sá sem skín) vekur jörðina (Gerði) af vetrardvala og hún er síðan frjóvguð af Frey. Athöfn af þessu tagi gæti líka skýrt hörkuna í hótunum Skírnis sem er þá ekki aðeins að fá stúlku til ásta fyrir húsbónda sinn heldur að slíta jörðina úr klóm vetrarins. Og hún þarf níu daga frest áður en hún er tilbúin til sáningar.“ Eddukvæði 1998, s. 92. 8 Edda Snorra Sturlusonar. Guðni Jónsson bjó til prentunar. Reykjavík: Íslendingasagnaút­ gáfan 1954, s. 54. 9 Sama stað. 10 Nafnorðið munur kemur átta sinnum fyrir í Skírnismálum og er það ýmist skýrt sem ást, þrá eða skap. Að mínu mati fer betur á að skýra það sem vilja, a.m.k. í sumum tilvikum þar sem ást eða þrá eiga ekki við. Fyrst kemur orðið fyrir í 4. erindi þar sem Freyr útskýrir þunglyndi sitt: „álfröðull lýsir um alla daga / og þeygi að mínum munum“ – sem sagt, sólin skín alla daga en ekki að hans skapi, eða til að svala þrá hans – eins og það er gjarnan skýrt – eða ekki að hans vilja. Gísli Sigurðsson skýrir „þeygi að mínum munum“ sem „ekki að mínu skapi, til að svala þrá minni“, Sjá Eddukvæði, s. 85. Athyglisvert er að hér talar Freyr um sól (álfröðul) sem skín alla daga og næst þegar hann talar (í 6. erindi) lýsir hann örmum Gerðar sem lýsa upp heiminn. Í næsta erindi er aftur talað um mun Freys, þegar Skírnir hvetur hann til að segja sér hvað valdi hugs­ ótt hans. Í 20. erindi notar Gerður orðið þegar hún segist aldrei þiggja „að mannskis munum, né við Freyr“, þ.e. að hún mun i aldrei geðjast nokkrum manni, eða Frey, eða m.ö.o. ekki lúta vilja hans. Í 26. erindi hótar Skírnir Gerði með þessum orðum: „Tams­ vendi eg þig drep / en eg þig temja mun, / mær, að mínum munum.“ Ljóst er að hvorki ást né þrá gengur sem útskýring á orðinu munum í þessu tilviki, en hér er Skírnir að hóta að temja Gerði; að brjóta vilja hennar undir sinn vilja. Í 35. erindi eru síðustu tvær línurnar, undir galdralagi: „mær, að þínum munum / mær að mínum munum!“ og fylgja hótun Skírnis að Gerður fái ekkert betra en geitahland að drekka og aftur virðist liggja beint við að skýra orðið sem vilja, þ.e. fái Skírnir að ráða fái hún aldrei betri drykk. Að síðustu kemur orðið fyrir í 40. erindi þar sem Freyr spyr Skírni um árangur farar­ innar og liggur beint við að túlka sem spurn­ ingu um það hvort Skírnir hafi komið fram sínum – eða Freys – vilja; „hvað þú árnaðir / í jötunheima / þíns eða míns munar?“ Sjá einnig umfjöllun um orðið munur í grein Carolyne Larrington. „„What Does Woman Want?“ Mær und munr in Skírnismál.“ Alvíssmál 1 (1992 [1993]), s. 3–16. Má sækja á vefsíðunni http://userpage.fu­berlin.de/~­ alvismal/1maer.pdf. 11 Yfirlit yfir túlkunarsögu Skírnismála má sjá í riti Gro Steinsland. Det hellige bryllup og norrön kongeideologi. Oslo: Solum 1991. Einnig í Terry Gunnell 1993. 12 Helga Kress. Máttugar meyjar. Reykjavík: Háskóli Íslands – Háskólaútgáfan 1993, s. 71. 13 Það má velta því fyrir sér hvort hendingin „sár í svörð“ sé umsnúningur skáldsins á hugmyndinni um „ástarfund“ Gerðar sem frjósemisdýrkun; í stað þess að „sá í svörð“ ristir nauðgarinn Freyr hér „sár í svörð“. 14 Brynhildur Þórarinsdóttir endursegir texta fornsagnanna og Margrét Laxness mynd­ skreytir og hannar útlit bókanna. 15 Hér má minna á bók Matthíasar Johannes­ sen, Njála í íslenskum skáldskap (1958), og bók Jóns Karls Helgasonar, Höfundar Njálu (2001), sem báðar fjalla, þótt á ólíkan hátt sé, um hvernig unnið hefur verið með söguefni Njáls sögu í íslenskum bókmenntum síðari tíma.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.