Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 139

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 139
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2011 · 2 139 reglumanns í karlaheimi eru í forgrunni og trúmál koma nokkuð við sögu en söguhetjan er mjög trúuð. Undir lok bókar verða alger hvörf, skipt er um vit­ undarmiðju (ef þá er ekki of mikið sagt) og at burða rásin tekur óvæntan snúning. Runukrossar hefur margt til síns ágætis: Auðugt mál, gott vald á gróður­ sælu tungutaki og nákvæmni í orðavali. Snjalla fléttu sem gengur skemmtilega vel upp. Þétt samtöl (bókleg reyndar en þétt). Vel hugsaða byggingu. Óvæntar kúvendingar. Jafnvægi milli spennusögu og hugmyndaskáldsögu: Þetta er þekk­ ingarbók, mikið unnin og rannsökuð, aftast fylgir atriðaorðaskrá með skýr­ ingum á ýmsum lykilhugtökum ísl­ amstrúar. Hönnun bókarinnar má einn­ ig telja ýmislegt til hróss, auk kápu­ myndar. Það er ekki vaninn að nefna leturgerðir í ritdómum en þó skipta þær miklu máli, Minion er alveg einstaklega gott letur, og óhjákvæmileg blöndun ólíkra leturgerða innan bókarinnar er vel heppnuð. Það er undir lokin að mann tekur að gruna að Runukrossar sé fyrst og síðast bók um framtíðarsýn. Það er að segja eðli þess að horfa til framtíðar. Hvernig sjáum við framtíð­ ina? Af hverju sjáum við hana þannig? Væri hægt að sjá hana öðruvísi? Þetta er mikilvægt. Þessu teflir Helgi Ingólfsson fram í mjög vel heppnaðri skáldsögu. Tilvísanir 1 Í riti sínu La rebelión de las masas, Uppreisn fjöldans, 1930. Aðalsteinn Ingólfsson Speglar og gluggar Ragnar Axelsson og Mark Nuttall: Veiði- menn norðursins, 272 bls., Crymogea, Reykjavík, 2010. Páll Stefánsson og Chinamanda Ngozi Adiche. Áfram Afríka, 240 bls., Crymogea, Reykjavík, 2010. Jónatan Grétarsson og Guðmundur Andri Thorsson. Andlit, 224 bls., Salka, Reykjavík, 2010. Sigurgeir Sigurjónsson og Einar Kárason. Poppkorn, 224 bls., Forlagið, Reykjavík, 2010. Við erum það sem athygli okkar beinist að, engu síður en það sem við borðum. Um það vitnar nánast öll ljósmyndun. Stakar ljósmyndir í dagblöðum og tíma­ ritum hafa ef til vill ámóta vægi og slitr­ ótt samtöl við höfunda þeirra á almannafæri en samankomnar á bók opinbera þær persónulegt viðhorf þeirra til ljósmyndarinnar og lífsins. Það sem gerst hefur í íslenskri ljósmyndun á undanförnum árum er að ljósmyndarar hafa í auknum mæli horfið frá því að tjá sig með vísan í íslenskt landslag en beina sjónum sínum þess í stað að mannlífi, breytilegu þjóðfélagsmynstri og jafnvel pólitískum álitamálum. Að einhverju leyti má rekja þessar breyting­ ar til átakastjórnmála undangengins áratugar, en einnig til aukinnar meðvit­ undar íslenskra ljósmyndara um ljós­ myndasöguna, nýmæli í erlendri ljós­ myndun og tilkomu Ljósmyndasafnsins. Um leið hefur dregið saman með „ein­ skærum“ ljósmyndurum og þeim starfs­ bræðrum þeirra sem gera sig gildandi á myndlistarvettvangi. Allt er þetta upp­ skrift að heilmikilli gerjun í íslenskri ljósmyndun sem vart sér fyrir endann á.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.