Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 140

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 140
D ó m a r u m b æ k u r 140 TMM 2011 · 2 Til marks um þessa gerjun – eða grósku – er að aldrei hafa verið gefnar út eins margar vandaðar bækur með myndum íslenskra ljósmyndara og á síð­ asta ári, bæði bækur með „hefðbundn­ um“ landslagsljósmyndum og ljós­ myndabækur um afmörkuð efni. Og það sem er nýtt við þessa útgáfu er að hún er að hluta til samstarfsverkefni íslenskra og erlendra aðila, al þjóða stofnana, útgefenda og fleiri. Sem er auðvitað traustsyfirlýsing til handa hlutaðeigandi ljósmyndurum. Norðurhjaraóður Stærsti viðburður ársins í þessum geira íslenskrar bókaútgáfu er tvímælalaust útgáfa Crymogeu á Veiðimönnum norð- ursins, úrvali ljósmynda eftir Ragnar Axelsson frá Grænlandi og sjálfstjórnar­ héraðinu Nunavut í Kanada en þær eru afrakstur ferða hans um þessi harðbýlu lönd á tímabilinu 1987–2010. Fyrir þess­ ar ljósmyndir hefur Ragnar – Raxi – hlotið margháttaðar viðurkenningar og einhverjar þeirra hafa birst í tímaritum á borð við Life, National Geographic, Newsweek, New York Times og Stern. Nokkrar þeirra komu einnig fyrir í fyrri bók hans frá norðurslóðum, Andlit norðursins, sem út kom árið 2004. Eins og margir aðrir blaðamenn fylgdist ég gjörla með ljósmyndum Raxa. Raunar varð ekki fram hjá þeim horft, því lengi vel voru þær stolt og prýði Morgunblaðsins um helgar. Þar fyrir utan voru þær ígildi margra frétta­ dálka um stóra viðburði, jafnt hörmu­ lega sem gleðilega. Ég held ég megi full­ yrða að enginn annar ljósmyndari hafi notið viðlíka hylli kollega sinna – og keppinauta – á öðrum dagblöðum. Í mínum ranni, þar sem unnu ljósmynd­ arar með umtalsverðan metnað, dæstu menn iðulega af einskærri hrifningu yfir hugkvæmni og harðfylgi Raxa. Og það sem meira var, Raxi færðist stöðugt í aukana í ljósmyndun sinni. Hann lét ekki staðar numið við fréttatengdar myndir, heldur hóf að setja saman frá­ sagnir í ljósmyndaformi um daglegt líf fólks á afskekktum stöðum á Íslandi og annars staðar, sem eru flottur fótó­ sjúrnal ismi, og með bestu ljósmynda­ verkum sinnar tegundar sem gerð hafa verið hér á landi. Landslagsmyndir og portrettmyndir vöfðust ekki heldur fyrir Raxa, heldur öðluðust nýja vídd í höndum hans, þökk sé trúnaði hans við eðlismót sígildrar svarthvítrar ljós­ myndunar. Og þegar hvarflaði að manni að sennilega væri Raxa fyrirmunað að taka litljósmyndir, hóf hann að birta slíkar myndir í háum gæðaflokki. Það er kannski þetta sem Páll Baldvin Bald­ vinsson átti við þegar hann talaði um „stílleysi“ Raxa sem ljósmyndara í bóka­ þættinum Kiljunni; það sem ég mundi hins vegar kalla óvenjulega fjölhæfni hans. Ég mundi ganga lengra og segja að þegar á þessa stóru heild er litið bæri Raxi höfuð og herðar yfir aðra starfandi ljósmyndara á landinu. Ekki svo að skilja að slíkar útnefningar skipti hann máli. Í Veiðimönnum norðursins fær Raxi viðhlítandi umgjörð utan um norður­ slóðamyndir sínar, öllu veglegri en í Andlitum norðursins, sem þó var fallega samsett bók. Munurinn liggur í brot inu: stórum opnunum sem gera ljósmyndar­ anum kleift að gera skil víðáttunum og einsemdinni sem er fylgifiskur hennar en líka stórbrotnum bakgrunni hins hetjulega hversdagslífs íbúanna á þess­ um slóðum. Það er nánast sama hvar borið er niður, alls staðar blasa við áhrifamiklar myndir: portrett af körl­ um, konum og börnum, almennar mannlífsstúdíur, svipmyndir af búskap­ arháttum, miskunnarlaust vetrarlands­ lagið, veiðiskapur af ýmsu tagi, bráðin:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.