Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 12
G u ð n i E l í s s o n 12 TMM 2011 · 4 að vernda ameríska lífsstílinn. Ameríski lífstíllinn nýtur blessunar. Við höfum líka nóg af auðlindum í þessu landi“.18 Í merkingarkerfi Fleischers og Richards eru allsnægtir „merki um velþóknun Guðs“ og jafnvel „forboðar gæðanna sem við munum njóta í Guðs ríki, landinu sem „flýtur í mjólk og hunangi“, þar sem við munum að líkindum aldrei þurfa að hafa áhyggjur af því að lifa af“.19 Markaðurinn er kraftbirting guðdómsins í veröldinni. Richards segir: Adam Smith, hinn mikli hugsuður átjándu aldar, leit á þetta sem hina „ósýni­ legu hönd“ markaðarins sem lyfti takmörkuðum manninum á æðra stig, eins og í birtingarmynd af gæsku Guðs og forsjá hans fyrir mannkyninu, vegna þess að hún skapaði meiri og samstilltari reglu en við hefðum mátt vænta.20 Dulmagn markaðarins felst í því að hann virkar og það þrátt fyrir að enginn „mannlegur máttur [geti] skipulagt efnahagskerfi“. Richards telur að kristnir menn ættu að greina markaðinn „sem leið Guðs til að stjórna með forsjá sinni athöfnum milljarða frjálsra manna í syndugum heimi“.21 Í markaðnum sjáum við hönd Guðs, rétt eins og í sólarupp­ rásinni, fjalllendi, lögmálum eðlisfræðinnar og svipmyndum af jörðinni utan úr geimnum. Breski heimspekingurinn John Gray rekur hvernig síðari tíma hag­ fræðingar reyndu með takmörkuðum árangri að afneita trúarlegum uppruna hagfræðikenninga Adams Smith. Segir Gray það hafa leitt til kreddufastari túlkunar á pólitísku hagkerfi skoska heimspekingsins, en trúarlegar kenningar um frjálsan markað verði sérlega viðsjárverðar eftir að trúarlegum rótum þeirra hefur verið hafnað. Hin trúfræðilega staðleysa víki fyrir annarri sem færð hefur verið í röklegan búning.22 Burtséð frá því hvort horft er til trúfræðilegra skýringa eða ekki er sjálf hagvaxtarhugmyndin sem kapítalískt hagkerfi hverfist um nánast hafin yfir gagnrýni. Rétttrúnaðurinn er slíkur að allir þeir sem vilja svo mikið sem draga lögmálið í efa dæma sig úr leik í pólitískri umræðu og skiptir þá litlu hvort menn kenna sig við vinstristefnu eða hægri. Stoppum þessa sturluðu stefnu! Hvað eru raunhæf pólitísk markmið? Í samfélögum þar sem orkusóun er sjálfgefinn réttur þegnanna og hagvöxtur eina ásættanlega viðmiðið eru allar stjórnvaldsaðgerðir pólitískt óraunhæfar sem í alvöru miða að róttækri takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Orsökin er einföld. Nánast er útilokað að fyrirbyggjandi aðgerðir gegn loftslagsbreytingum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.