Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 13

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 13
Ve k j u m e k k i s o fa n d i d r e k a TMM 2011 · 4 13 leiði ekki til efnahagssamdráttar, jafnvel þó að í þeim felist forsendurnar fyrir tækifærum framtíðarkynslóða. Almenningur á Vesturlöndum vill að stjórnmálamenn setji sér ýmis­ konar háleit markmið í umhverfisvernd, en slíkar stjórnvaldsákvarðanir mega þó ekki skerða eftirsóknarverðan lífsstílinn sem kjósendur hafa vanist. Þetta vita stjórnmálamennirnir og tala því gjarnan fjálglega en framkvæma lítið. Engin hætta er síðan á því að almenningur mótmæli þegar markmiðunum er ekki náð. Fólk fylkir sér ekki undir merki efnahagssamdráttar og ,meinlæta’.23 Pólitískir hagsmunir og ábyrg stefna á sviði loftslagsmála fara því illa saman. Líklega hafa þessi sannindi aldrei komið skýrar fram en í aðdraganda Alþingiskosninganna í apríl 2009. Aðeins þremur dögum fyrir kosningarnar birtust fréttir af því í flestum íslenskum fjöl­ miðlum að vinstri grænir legðust gegn olíuleit á Drekasvæðinu, en þá biðu margir Íslendingar þess í ofvæni að sjá hvaða olíufélög myndu hugsanlega hefja olíuvinnslu í íslenskri lögsögu á næstu árum. Kvöldið 22. apríl 2009 var sagt frá því í fréttum Stöðvar 2 að Kolbrún Halldórs­ dóttir umhverfisráðherra hefði kallað Drekaútboðið „óðagotsaðgerð“ í ljósi þess að „olíuvinnsla samrýmist hvorki stefnu um sjálfbæra nýtingu orkulinda né skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi“.24 Innan við klukkutími leið frá því að ummæli umhverfisráðherra fóru í loftið þar til komin var yfirlýsing frá þingflokki vinstri grænna þar sem var áréttað að flokkurinn hefði „ekki lagst gegn olíuleit á Drekasvæðinu“. Sama kvöld lýsti Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra því yfir í umræðuþætti á Stöð 2 að enginn ágreiningur væri um olíuleitina í ríkis­ stjórninni.25 En skaðinn var skeður. Aðeins nokkrum mínútum eftir frétt Stöðvar 2 hafði Morgunblaðið vitnað í hana á vef sínum: „Kolbrún Halldórsdóttir, um hverfisráðherra, sagði í fréttum Stöðvar 2, að Vinstrihreyfingin­ grænt framboð leggðist [svo] gegn olíuleit á Drekasvæðinu svonefnda enda sé olíuvinnsla í andstöðu við stefnu flokksins.“26 Frétt Morgunblaðsins skapaði talsvert fár í bloggheimum, en alls birtust 18 blogg um fréttina og voru flestir höfundanna afar gagnrýnir á Kolbrúnu. Í þeim anda sagði Haukur Nikulásson: „Ég kýs ekki flokk sem vinnur svo stórkostlega gegn þjóðarhag að vilja ekki olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Það er mér óhugsandi. Hvers konar hálfvitaútspil er þetta hjá Kollu svona rétt fyrir kosningarnar?“ Í athugasemdakerfinu er almennt tekið undir vandlætingarsjónarmið Hauks, en Haukur er minntur á að ekki hugsi allir vinstri grænir á þennan hátt. Sóley
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.