Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 13
Ve k j u m e k k i s o fa n d i d r e k a
TMM 2011 · 4 13
leiði ekki til efnahagssamdráttar, jafnvel þó að í þeim felist forsendurnar
fyrir tækifærum framtíðarkynslóða.
Almenningur á Vesturlöndum vill að stjórnmálamenn setji sér ýmis
konar háleit markmið í umhverfisvernd, en slíkar stjórnvaldsákvarðanir
mega þó ekki skerða eftirsóknarverðan lífsstílinn sem kjósendur hafa
vanist. Þetta vita stjórnmálamennirnir og tala því gjarnan fjálglega en
framkvæma lítið. Engin hætta er síðan á því að almenningur mótmæli
þegar markmiðunum er ekki náð. Fólk fylkir sér ekki undir merki
efnahagssamdráttar og ,meinlæta’.23
Pólitískir hagsmunir og ábyrg stefna á sviði loftslagsmála fara því
illa saman. Líklega hafa þessi sannindi aldrei komið skýrar fram en í
aðdraganda Alþingiskosninganna í apríl 2009. Aðeins þremur dögum
fyrir kosningarnar birtust fréttir af því í flestum íslenskum fjöl
miðlum að vinstri grænir legðust gegn olíuleit á Drekasvæðinu, en þá
biðu margir Íslendingar þess í ofvæni að sjá hvaða olíufélög myndu
hugsanlega hefja olíuvinnslu í íslenskri lögsögu á næstu árum. Kvöldið
22. apríl 2009 var sagt frá því í fréttum Stöðvar 2 að Kolbrún Halldórs
dóttir umhverfisráðherra hefði kallað Drekaútboðið „óðagotsaðgerð“ í
ljósi þess að „olíuvinnsla samrýmist hvorki stefnu um sjálfbæra nýtingu
orkulinda né skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi“.24 Innan
við klukkutími leið frá því að ummæli umhverfisráðherra fóru í loftið
þar til komin var yfirlýsing frá þingflokki vinstri grænna þar sem var
áréttað að flokkurinn hefði „ekki lagst gegn olíuleit á Drekasvæðinu“.
Sama kvöld lýsti Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra því yfir í
umræðuþætti á Stöð 2 að enginn ágreiningur væri um olíuleitina í ríkis
stjórninni.25
En skaðinn var skeður. Aðeins nokkrum mínútum eftir frétt Stöðvar 2
hafði Morgunblaðið vitnað í hana á vef sínum: „Kolbrún Halldórsdóttir,
um hverfisráðherra, sagði í fréttum Stöðvar 2, að Vinstrihreyfingin
grænt framboð leggðist [svo] gegn olíuleit á Drekasvæðinu svonefnda
enda sé olíuvinnsla í andstöðu við stefnu flokksins.“26
Frétt Morgunblaðsins skapaði talsvert fár í bloggheimum, en alls
birtust 18 blogg um fréttina og voru flestir höfundanna afar gagnrýnir
á Kolbrúnu. Í þeim anda sagði Haukur Nikulásson: „Ég kýs ekki flokk
sem vinnur svo stórkostlega gegn þjóðarhag að vilja ekki olíuvinnslu
á Drekasvæðinu. Það er mér óhugsandi. Hvers konar hálfvitaútspil er
þetta hjá Kollu svona rétt fyrir kosningarnar?“ Í athugasemdakerfinu
er almennt tekið undir vandlætingarsjónarmið Hauks, en Haukur
er minntur á að ekki hugsi allir vinstri grænir á þennan hátt. Sóley