Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 17
Ve k j u m e k k i s o fa n d i d r e k a TMM 2011 · 4 17 reikna út hvaða áhrif aukning koltvísýrings og annarra gróðurhúsaloft­ tegunda hefur á meðalhitastig jarðar. Í stuttu máli sagt gáfu Anderson og Bows sér að verulega yrði dregið úr losun sem tengist eyðingu skóglendis og landbúnaði á næstu áratugum og að heildarmagnið sem losnaði út í andrúmsloftið á þessari öld samsvaraði 1100 milljörðum tonna af koltvísýringi (þegar búið er að umreikna í CO2). 36 Hér var komið afskaplega jákvætt spáferlisviðmið sem hægt var að nota til þess að reikna út hver samdrátturinn í brennslu jarðefnaeldsneytis yrði að vera með hliðsjón af því hvenær losunarhámarki (e. emission peak) yrði náð og því hversu hratt yrði dregið úr losuninni þar á eftir. Anderson og Bows gerðu ráð fyrir losunarhámarkinu 2020. Frá þeim tíma yrði dregið úr losun að meðaltali um 3% á ári og iðnvæddu samfélögin tækju á sig 6–7% niðurskurð. Slíkan niðurskurð yrði aldrei hægt að skilgreina öðruvísi en sem neyðarákvörðun en til samanburðar má geta þess að eftir hrun Sovétríkjanna dró úr losun gróðurhúsalofttegunda í ríkja­ samsteypunni fyrrverandi um 5,2% á ári í heilan áratug en samdráttinn mátti rekja til þeirrar djúpstæðu kreppu sem einkenndi efnahaginn allan tíunda áratug síðustu aldar. Þetta spáferli rætist aðeins ef heildar­ viðbótarlosun er haldið innan 3000 milljarða tonna á öldinni sem nú er nýhafin. Það er fátt sem gefur tilefni til að ætla að alþjóðasamfélagið grípi til jafn róttækra aðgerða og spáferli Andersons og Bows gengur út frá. Hver vill demba efnahagnum í gegnum jafn djúpstæðar þrengingar og almenningur í ,nýfrjálsum‘ löndum Sovétríkjanna mátti þola? En hver yrði árangurinn af svo róttækum aðgerðum? Myndu þær duga til þess að snúa þróuninni við og halda hlýnuninni innan 2°C markanna, undir 450 ppm? Clive Hamilton segir réttilega að útreikningar Andersons og Bows gefi ekki tilefni til bjartsýni.37 Niðurstaðan af ofangreindu spáferli sem virtist svo ,jákvætt‘ við fyrstu sýn er ekki 450 ppm eða jafn­ vel 550 ppm, heldur 650 ppm, eða hlýnun um 4°C við lok aldarinnar.38 Slík hlýnun er langt fyrir ofan ýmsa náttúrulega hvarfpunkta (e. tipp- ing points) og hefði því keðjuverkandi áhrif sem orsakaði enn frekari hlýnun með svo alvarlegum afleiðingum fyrir lífríki jarðar að erfitt er að gera sér þær í hugarlund.39 Grein Andersons og Bows frá þessu ári er í samræmi við þá fyrri. Lítill vilji er meðal stjórnmálamanna til að endurskoða viðmiðin og vísindasamfélagið hefur í raun brugðist.40 Þau ítreka að senn sé nánast útilokað að halda sig innan 2°C markanna og að þau séu langt í frá þau ákjósanlegu viðmiðunarmörk sem menn vilji vera láta – ekki hættuleg heldur stórhættuleg.41 Tilgangurinn með rannsókn þeirra sé samt sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.